fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. mars 2025 03:10

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafa orðrómar verið á kreiki um slæmt heilsufar Vladímír Pútíns Rússlandsforseta. Svo bar við nýlega að Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, tjáði sig um heilsufar Pútíns.

Þetta gerði hann á fréttamannafundi með Emmanuel Macron, forseta Frakklands.

„Hann deyr fljótlega, það er staðreynd, og þessu lýkur,“ sagði Zelenskyy að sögn Daily Mail.

Pútín hefur lagt mikið á sig til að halda upplýsingum um heilsufar sitt leyndum. Það hefur ekki komið í veg fyrir að orðrómar hafi verið á kreiki um það, ekki síst vegna þess að Pútín, sem er orðinn 72 ára, hefur sést með útþanið andlit, skjálfandi fætur og blóðsprengd augu.

Einna mesta athygli vakti það 2022 þegar hann fundaði með þáverandi varnarmálaráðherra sínum, Sergei Shoigu. Pútín iðaði í stólnum sínum og hélt fast í borð. Hann talaði líka mjög óskýrt.

Eins og DV skýrði frá nýlega þá hefur Pútín meðal annars gætt þess vel að útsendarar erlendra ríkja kæmust ekki yfir neitt sem gæti hjálpað þeim að leggja mat á heilsufar hans. Er einn lífvarða hans sagður hafa haft það sérstaka hlutverk að safna kúk forsetans á ferðalögum erlendis svo hægt væri að taka hann með heim.

Pútín lætur passa kúkinn sinn – Náðu samt að komast yfir upplýsingar um erfðaefni hans

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“