fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Kattaeigendur á Kársnesi uggandi yfir hvarfi fjögurra katta

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. mars 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi á Kársnesi í Kópavogi segir dýravini þar mjög uggandi yfir hvarfi katta á svæðinu. Svo virðist sem minnst fjórir kettir hafi horfið sporlaust þar í marsmánuði. Kettirnir hafa ekki fundist þrátt fyrir mikla leit.

„Þessar fjórar kisur týndust allar af Kársnesinu í mars og mikið er búið að leita. Banka upp á hjá nágrönnum og biðja þá um að kíkja í geymslur og skúra. Fara með miða með upplýsingum og mynd af kisu en þær virðast hafa horfið sporlaust.

Við dýravinir erum mjög uggandi því allt eru þetta heimakærar kisur og mjög ljúfar.“

Svo segir í færslu í Facebook-hópnum Kársnesið okkar. Þar eru einnig birtar myndir af köttunum ásamt nafni eigenda þeirra og götum sem þeir búa í.

„Tígull á heima á Borgarholts- og Kársnesbraut. Eigandi Guðrún Sólveig.

Gómes á heima á Þinghólsbraut. Eigandi Þröstur Spörri og Kristín

Matthildur á heima á Ásbraut. Eigandi Bjarndís.

Góa á heima á Sunnubraut. Eigandi Ingibjörg.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos