fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

RÚV og MAST bæði sýknuð í Brúneggjamálinu – 8 milljónir í málskostnað

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 26. mars 2025 15:42

Brúnegg fóru á hausinn eftir umfjöllun Kastljóss um slæman aðbúnað árið 2016.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur sýknað RÚV og MAST í máli sem fjárfestingarfélögin Bali og Geysir höfðuðu vegna Brúneggjamálsins svokallaða. Með þessu var dómi Landsréttar í tilfelli MAST snúið við.

Dómur var kveðinn upp í málinu í dag. En Bali og Geysir höfðu krafist skaðabóta vegna umfjöllunar Kastljóss um aðbúnað hænsfugla í búi Brúneggja þann 28. nóvember árið 2016. Í kjölfarið að þættinum hrundi sala fyrirtækisins og það fór í þrot.

Báðar stofnanir voru sýknaðar í héraði en Landsréttur taldi MAST skaðabótaábyrgt vegna afhendingar ákveðinna gagna til RÚV. Þessu sneri Hæstiréttur við í dag.

„Varðandi varakröfu á hendur Matvælastofnun vegna afhendingar stofnunarinnar á gögnum til Ríkisútvarpsins taldi Hæstiréttur umfjöllun stofnunarinnar og athugasemdir við starfsemi Brúneggja ehf. teljast vera gögn sem hefðu haft að geyma upplýsingar sem hefðu átt erindi til almennings. Matvælastofnun hefði því verið skylt að afhenda gögnin á grundvelli upplýsingalaga,“ segir í tilkynningu Hæstaréttar.

Bala og Geysi var gert að greiða MAST 3 milljónir króna og RÚV 5 milljónir í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða
Fréttir
Í gær

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Fréttir
Í gær

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“