fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Valdamikill stjórnmálamaður sakar Rússa um „ríkisvædd hryðjuverk“ í Evrópu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. mars 2025 21:30

Vladimir Pútín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa staðið fyrir að minnsta kosti 60 blendingsárásum í Evrópu. Á sama tíma eru hópar, sem styðja Rússa, önnum kafnir við að ráða fólk til að fremja skemmdarverk, stunda njósnir og gera tölvuárásir. Fær fólkið greitt fyrir þetta með rafmynt.

Það eru útsendarar Rússar sem standa að baki „ríkisvæddum hryðjuverkum“ í því skuggastríði sem Rússland háir gegn Evrópu.

Þetta sagði Kaja Kallas, hin valdamikla stjórnmálakona sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB.

Hún lét þessi ummæli falla eftir að nýjar upplýsingar komu fram um úthugsaðar aðferðir Rússar þegar kemur að sífellt fleiri skemmdarverkum, njósnum, dreifingu falskra upplýsinga og öðrum aðgerðum, sem er ætlað að raska jafnvæginu í Evrópu.

Samkvæmt rannsókn, sem átta ríkisfréttastöðvar í Evrópu, gerður þá hafa Rússar staðið á bak við að minnsta kosti 60 blendingsárásir í Evrópu. Sænska ríkisútvarpið, sem tók þátt í gerð rannsóknarinnar, skýrir frá þessu.

Thomas Nilsson, yfirmaður Must, sem er leyniþjónusta sænska hersins, sagði að árásunum fari fjölgandi og verði sífellt alvarlegri. „Rússar vilja kljúfa NATÓ og ESB og veikja samfélagið okkar og sá frjóum vantrausts,“ sagði hann einnig.

Blaðamenn ríkismiðlanna átta rannsökuðu fjölda blendingsárása á síðasta ári og það sem af er þessu ári.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós það sama og vestrænar leyniþjónustustofnanir hafa ítrekað varað við: að Rússar noti í sífellt meiri mæli milliliði við árásirnar. Þetta geta til dæmis verið afbrotamenn eða aðrir sem eru ráðnir til starfa í gegnum Internetið og fá greitt fyrir skítverkin.

Í Belgíu villti blaðamaður VRT á sér heimildir og komst inn í rúmlega 8.000 manna tölvuþrjótahóp, sem styður Rússa, á samfélagsmiðlinum Telegram. Hann þóttist vera búsettur í Brussel og að hann væri stuðningsmaður Rússa. Honum tókst að vinna traust liðsmanna hópsins sem hefur staðið fyrir árásum á heimasíður hins opinbera í Belgíu.

Í samskiptum á Internetinu, sem minntu á atvinnuviðtal, var blaðamaðurinn spurður út í viðhorf hans til Rússlands og skömmu síðar fékk hann fyrsta verkefnið. Hann átti að líma tíu límmiða með textanum „Fuck NATÓ, í miðju ESB-hverfinu í Brusse. Fyrir þetta átti hann að fá 50 dollara greidda í rafmynt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“
Fréttir
Í gær

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“