fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Vilja banna kyrkingaklám – „Er að hafa skaðleg áhrif á börn og samfélagið allt“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 23. mars 2025 17:30

Bertin vann skýrsluna fyrir fyrri ríkisstjórn. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða er komin af stað í Bretlandi um að banna svokallað kyrkinga-klám. Það er þar sem einstaklingur er sýndur taka um háls og þrengja að öndunarvegi annars einstaklings.

Fjallað er um málið í The Guardian, Metro og fleiri miðlum. Tillagan um bann gegn kyrkingaklámi kemur fram í skýrslu um klámiðnaðinn sem Gabby Bertin, þingmaður Íhaldsflokksins, gerði að beiðni Rishi Sunak þáverandi forsætisráðherra.

Kemur fram að verið sé að normalísera kyrkingar í kynlífi. Í könnun kom fram að nærri 40 prósent kvenna á aldrinum 18 til 39 ára hefðu upplifað að vera kyrktar í kynlífi.

„Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi. Að leyfa fólki að horfa á löglegt en skaðlegt klámefni eins og kyrkingakynlíf, ofbeldisfulla og niðurlægjandi athafnir og jafn vel efni þar sem hvatt er til barnamisnotkunar er að hafa skaðleg áhrif á börn og samfélagið allt,“ sagði Gabby. „Það þarf að herða lögin með þéttara regluverki um netið.“

Auk kyrkinga hefur verið lagt til að klám sem inniheldur vísanir í börn, barnalegan fatnað, unglinga, gráti, hefnd og nokkur fleiri atriði verði bannað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“