fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Melabúðin: „Óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. mars 2025 13:35

Melabúðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunarstjóri Melabúðarinnar, Dýrleif Birna Sveinsdóttir, segir óskiljanlegt að ASÍ kjósi að hnýta í litla hverfisverslun eins og Melabúðina í tilkynningu sinni um verðlagseftirlit sambandsins sem forsvarsmenn verslunarinnar neituðu að taka þátt í. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Dýrleifu sem senda var á fjölmiðla.

Tilefnið er fréttatilkynning frá ASÍ um verðlagseftirlit sambandsins þar sem tekið var sérstaklega fram að Melabúðin hafi hafnað þátttöku í eftirlitinu. Fréttin vakti nokkra athygli og benti fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason meðal annars á að þessi tíðindi væru ekki til að auka hróður hinnar rómuðu verslunar.

Samanburður á verðum án annarra þátta gefi skakka mynd

Í yfirlýsingunni er bent á að Melabúðin sé sérverslun með sælkeravörur og hafi í gegnum tíðina ekki verið hluti af verðlagseftirliti ASÍ, „enda er rekstur einnar hverfisverslunar í vesturbæ Reykjavíkur allt annars eðlis en stórra verslanakeðja,“ segir í tilkynningu.

Melabúðin sérhæfi sig í fjölbreyttri matvöru, þar á meðal kjöti og fiski, sem unnin er á staðnum af fagfólki og eftir óskum viðskiptavina.

„Ferskleiki, gæði og persónuleg þjónusta eru í forgrunni og gera Melabúðina einstaka í íslensku verslunarumhverfi, sem samhliða býður upp á dagvörur sem spara fjölskyldum sporin í innkaupum fyrir heimilin.

Samanburður á verði án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals dregur upp skakka mynd og tekur ekki tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Stórmarkaðir geta í krafti stærðar sinnar keypt vörur í miklu magni á lægra verði. Melabúðin keppir á hinn bóginn á grundvelli mikillar útsjónarsemi, miklum gæðum og persónulegrar þjónustu. Viðskiptavinir okkar kjósa að versla í sínu nærumhverfi og hefur búðin verið hluti af líflegri hverfismenningu, sem teygir anga sína jafnvel um allt höfuðborgarsvæðið,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá bendir verslunarstjórinn á að starfsfólki ASÍ hafi aldrei verið vísað á dyr og um þetta fyrirkomulag hafi hingað til ríkt gagnkvæmur skilningur.

„Þessi háttur er þekktur í öðrum geirum atvinnulífsins, eins og fjölmiðlum, sem sumir kjósa að taka ekki þátt í samræmdum mælingum á notkun miðlanna þar sem stjórnendur þeirra telja mælingarnar gefa skakka mynd af markmiðum rekstrarins. Það er því óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík, vega að hagsmunum starfsfólks og þjónustu við fjölskyldur í stað þess að beina spjótum sínum að þeim sem öllu ráða á dagvörumarkaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný