fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Melabúðin: „Óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. mars 2025 13:35

Melabúðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunarstjóri Melabúðarinnar, Dýrleif Birna Sveinsdóttir, segir óskiljanlegt að ASÍ kjósi að hnýta í litla hverfisverslun eins og Melabúðina í tilkynningu sinni um verðlagseftirlit sambandsins sem forsvarsmenn verslunarinnar neituðu að taka þátt í. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Dýrleifu sem senda var á fjölmiðla.

Tilefnið er fréttatilkynning frá ASÍ um verðlagseftirlit sambandsins þar sem tekið var sérstaklega fram að Melabúðin hafi hafnað þátttöku í eftirlitinu. Fréttin vakti nokkra athygli og benti fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason meðal annars á að þessi tíðindi væru ekki til að auka hróður hinnar rómuðu verslunar.

Samanburður á verðum án annarra þátta gefi skakka mynd

Í yfirlýsingunni er bent á að Melabúðin sé sérverslun með sælkeravörur og hafi í gegnum tíðina ekki verið hluti af verðlagseftirliti ASÍ, „enda er rekstur einnar hverfisverslunar í vesturbæ Reykjavíkur allt annars eðlis en stórra verslanakeðja,“ segir í tilkynningu.

Melabúðin sérhæfi sig í fjölbreyttri matvöru, þar á meðal kjöti og fiski, sem unnin er á staðnum af fagfólki og eftir óskum viðskiptavina.

„Ferskleiki, gæði og persónuleg þjónusta eru í forgrunni og gera Melabúðina einstaka í íslensku verslunarumhverfi, sem samhliða býður upp á dagvörur sem spara fjölskyldum sporin í innkaupum fyrir heimilin.

Samanburður á verði án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals dregur upp skakka mynd og tekur ekki tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Stórmarkaðir geta í krafti stærðar sinnar keypt vörur í miklu magni á lægra verði. Melabúðin keppir á hinn bóginn á grundvelli mikillar útsjónarsemi, miklum gæðum og persónulegrar þjónustu. Viðskiptavinir okkar kjósa að versla í sínu nærumhverfi og hefur búðin verið hluti af líflegri hverfismenningu, sem teygir anga sína jafnvel um allt höfuðborgarsvæðið,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá bendir verslunarstjórinn á að starfsfólki ASÍ hafi aldrei verið vísað á dyr og um þetta fyrirkomulag hafi hingað til ríkt gagnkvæmur skilningur.

„Þessi háttur er þekktur í öðrum geirum atvinnulífsins, eins og fjölmiðlum, sem sumir kjósa að taka ekki þátt í samræmdum mælingum á notkun miðlanna þar sem stjórnendur þeirra telja mælingarnar gefa skakka mynd af markmiðum rekstrarins. Það er því óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík, vega að hagsmunum starfsfólks og þjónustu við fjölskyldur í stað þess að beina spjótum sínum að þeim sem öllu ráða á dagvörumarkaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“