fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Þykir ekki mikið til skýringa Rósu koma – „Óskýrara verður orðasalatið varla“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. mars 2025 18:30

Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi flokksins í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir að víkja ekki úr bæjarstjórninni og úr stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hefur hún einnig verið gagnrýnd fyrir að gefa óskýr svör um hvort hún ætli að gegna þessum stöðum samhliða þingmennskunni en pólitískur andstæðingur hennar í Hafnarfirði segir að Rósa virðist vera ráðavillt og það sé enginn til staðar til að taka við forystuhlutverki hennar meðal Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni í Hafnarfirði.

Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi harðlega fyrr í dag þaulsetu Rósu í bæjarstjórn og stjórn sambandsins en sjálfur sagði hann sig úr stjórninni og bæjarstjórn Seltjarnarness þegar hann eins og Rósa var kjörinn á þing í alþingiskosningunum í nóvember 2024. Rósa tjáði RÚV í morgun að hún ætlaði sér ekki að hætta í stjórn sambandsins fyrir landsþing þess sem hefst á fimmtudaginn en að hún reikni með að segja sig frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði fyrir lok kjörtímabilsins, vorið 2026, en gaf ekki upp nánari tímasetningar.

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ósáttur við þaulsætni Rósu í stjórnum og nefndum – „Algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur“

Nú hefur bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Árni Rúnar Þorvaldsson, bæst í hóp gagnrýnenda Rósu í aðsendri grein á Vísi.

Óskýr

Hann telur alveg ljóst að svör Rósu um hvað hún ætli að gera hafi ekki verið sérstaklega skýr:

„Hún verður ekki sökuð um að tala skýrt en samkvæmt fréttum í dag ætlar hún að sitja áfram í stjórn sambandsins en gæti e.t.v. hugsanlega hætt þar og í bæjarstjórn á næstunni. Gæti hætt en er ekki viss, þarf að klára einhver verkefni í bæjarstjórn en tilgreinir ekki hver þau eru og treystir því væntanlega ekki nýjum bæjarstjóra Framsóknarflokksins til þess að stýra þeim í örugga höfn eða þá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Óskýrara verður orðasalatið varla. Kannski er erfitt að ætlast til skýrleika þegar sinna þarf jafn mörgum og fjölbreyttum ábyrgðarstörfum og mögulega aldrei hægt að vera alveg viss um í krafti hvaða embættis er talað.“

Sakar hann Rósu og aðra Sjálfstæðismenn í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem og fulltrúa Framsóknarmanna um að hafa viljandi þvælst fyrir því að gerður yrði kjarasamningur við grunnskólakennara. Þetta hafi verið gert til að koma höggi á formann stjórnarinnar Heiðu Björg Hilmisdóttur sem hefur tilkynnt að hún muni víkja úr stjórninni til að einbeita sér að störfum sínum sem borgarstjóri í Reykjavík.

Krísan

Árni telur blasa við að það sé vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og skortur á arftaka Rósu í forystusætinu sem sé helsta ástæða tregðu hennar til að hætta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og hún sé þar með eini sveitarstjórnarfulltrúinn sem náði kjöri í alþingiskosningunum sem hafi ekki beðist lausnar. Launagreiðslur hafi þó líklega eitthvað með þetta að gera:

„Krísa flokksins í Hafnarfirði lítur út fyrir að vera alvarleg og djúpstæð því viðtöl við þingkonuna, bæjarfulltrúann, formann bæjarráðs og stjórnarkonuna í Sambandi íslenskra sveitarfélaga benda til þess að hún viti varla hvort hún er að koma eða fara. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og eflaust trufla líka háar launagreiðslur frá Hafnarfirði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga ofan á þingfararkaupið dómgreindina.“

Grein Árna er hægt að nálgast í heild sinni hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný