fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Myndum lekið af iPhone 17 og þær gefa til kynna talsverðar breytingar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. mars 2025 21:30

Fullyrt er að svona komi nýjustu iPhone-símarnir til með að líta út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tækninördar og aðrir áhugamenn um nýjustu vörur Apple bíða spenntir eftir því að sjá hvernig næsti iPhone-snjallsíminn kemur til með að líta út.

Búast má við því að iPhone 17 verði kynntur formlega til leiks í september næstkomandi eins og venjan hefur verið undanfarin ár og síminn fari svo í sölu stuttu síðar.

Sonny Dickson, sem fjallar um nýjustu tækninýjungarnar á markaðnum, birti á X-síðu sinni í vikunni myndir sem sagðar eru sýna hvernig iPhone 17 kemur til með að líta út.

Um er að ræða fjórar einskonar prufuútgáfur af símanum sem sýna talsverðar breytingar á bakhliðinni þar sem aðalmyndavél símans er staðsett.

Eins og sést er hver útgáfa með sína hönnun á bakhliðinni og þá eru símarnir í fjórum mismunandi stærðum. Ein útgáfa er til dæmis áberandi þynnri en hinar og í frétt New York Post er því velt upp að þarna sé á ferðinni iPhone Air sem á að vera mun þynnri en aðrir snjallsímar frá Apple.

Á síminn að koma í staðinn fyrir iPhone Pro-símann og verður hann aðeins 5,5 millimetrar á þykkt og mjög léttur.

Á sama tíma og Apple kynnir til leiks þunnan og léttan síma segir Tech Radar að Apple kynni einnig til leiks sinn dýrasta iPhone til þessa. Upplýsingar um hann, tæknibúnað og verð þar á meðal, hafa ekki verið gefnar út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA