fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. mars 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörugar umræður fóru fram í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi um helgina eftir kona birti samanburð á verði í Fríhöfninni annars vegar og Krónunni hins vegar.

„Hefur þú líka verslað í fríhöfninni og fattað svo að varan var ódýrari heima?,“ spurði konan.

Birti hún tvær myndir af Smarties-pakkningu í Fríhöfninni og svo í Krónunni. Í Fríhöfninni kostar varan 399 krónur stykkið en sama vara í Krónunni kostar 228 krónur.

Miðað við umræðurnar í hópnum eru neytendur vel á verði þegar kemur að verðlagi í svokölluðum fríhöfnum, bæði hér á landi og erlendis.

„Er svona í öllum fríhöfnum sem ég þekki….alveg hætt að kaupa nokkurn skapaðan hlut,“ segir einn í hópnum og annar bætir við: „Já, síðast þegar ég fór út þá bar ég saman kílóverð af því sem ég hafði áhuga á að kaupa og það var ódýrara úti í búð.“

„Versla ekki í fríhöfninni, nema tollinn á heimleið,“ segir svo annar.

DV bar að gamni saman nokkrar sælgætistegundir til að kanna verðmuninn á Fríhöfninni og Krónunni. Fimm vörur voru skoðaðar og var verðið hærra í Fríhöfninni í fjórum tilvikum.

Nóa páskaegg númer 4 kostar 2.599 krónur í Fríhöfninni en 2.350 krónur í Krónunni. Appolo fylltar reimar, 160 grömm, kosta 329 krónur í Fríhöfninni en 360 krónur í Krónunni. Ófylltar lakkrísreimar kosta hins vegar 329 krónur í Fríhöfninni en 280 í Krónunni. Villiköttur kostar 218 krónur í Krónunni en 269 í Fríhöfninni. Þá kostar Sanbó risa þristur 155 krónur í Krónunni en 159 í Fríhöfninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki
Fréttir
Í gær

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Í gær

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“
Fréttir
Í gær

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“
Fréttir
Í gær

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“
Fréttir
Í gær

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ