fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Gripinn í mjög annarlegu ástandi í miðbænum, ældi í lögreglubíl, var svo sprautaður niður og fjötraður á sjúkrahúsi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. mars 2025 16:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur einstaklingur í mjög svo annarlegu ástandi vegna neyslu fíkniefna var handtekinn í miðbænum í dag. Hann ældi í lögreglubíl og var svo færður á sjúkrahús þar sem hann var sprautaður niður og fjötraður. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þar kemur eins fram að líkamsárás átti sér stað í miðbænum þar sem aðili var laminn í andlit og tekinn hálstaki. Eins er greint frá nokkrum innbrotum í 101 Reykjavík. Brotist var inn í heimahús, veitingastað og veislusal. Vínflöskum og reiðufé var stolið af veitingahúsinu en sjónvarpi úr veislusalnum þar sem fundust eins mikið af notuðum sprautunálum.

Tilkynnt var um heimilisofbeldi í miðborginni og er einn nú vistaður í fangageymslu vegna málsins. Ölvaður einstaklingur var til leiðinda í Múlahverfinu og ölvaður aðili ónáðaði fólk á Kjarvalsstöðum.

Lögregla var eins kölluð út að hóteli þar sem aðili hafði heimtað pening frá hótelstarfsmanni.

Aðili kallaði til lögreglu vegna ónæðis í heimahúsi en við skoðun lögreglu kom í ljós að húsráðandi var að smíða ramma, á ókristilegum tíma að mati nágranna.

Tilkynnt var um geltandi hunda í Breiðholti, rúm á Akbraut í Mosfellsbæ, þjófnað úr Bónus í Kópavogi og loks óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega í Grafarvogi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“