fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. mars 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískum áhrifavaldi hefur verið vísað frá Ástralíu eftir að myndband af uppátæki hennar komst í dreifingu á netinu.

Konan sem um ræðir, hin 24 ára Samantha Strable, birti myndband af sér þar sem hún tók skelkaðan vamba frá móður sinni og hljóp í burtu með hann. Vambar (e. Wombats) eru stuttfætt pokadýr sem finnast eingöngu í Ástralíu.

Mikil reiði blossaði upp á samfélagsmiðlum enda virtist Samantha skemmta sér konunglega þegar hún tók dýrið úr öryggi móður sinnar.

Málið vakti mikið umtal í Ástralíu og hefur Samönthu núna verið vísað úr landi, að því er fram kemur í frétt Daily Mail Australia.

„Það hefur aldrei verið betra að vera lítill vambi í Ástralíu en í dag,“ sagði ráðherra innflytjendamála, Tony Burke, í samtali við miðilinn. Anthony Albanese, forsætisráðherra landsins, hafði áður tjáð sig um málið og var hann ómyrkur í máli.

„Reyndu að gera þetta við krókódíl og sjáðu hvort þú komist upp með það,“ sagði hann og beindi orðum sínum til Samönthu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Mothership (@mothershipsg)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa