fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. mars 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískum áhrifavaldi hefur verið vísað frá Ástralíu eftir að myndband af uppátæki hennar komst í dreifingu á netinu.

Konan sem um ræðir, hin 24 ára Samantha Strable, birti myndband af sér þar sem hún tók skelkaðan vamba frá móður sinni og hljóp í burtu með hann. Vambar (e. Wombats) eru stuttfætt pokadýr sem finnast eingöngu í Ástralíu.

Mikil reiði blossaði upp á samfélagsmiðlum enda virtist Samantha skemmta sér konunglega þegar hún tók dýrið úr öryggi móður sinnar.

Málið vakti mikið umtal í Ástralíu og hefur Samönthu núna verið vísað úr landi, að því er fram kemur í frétt Daily Mail Australia.

„Það hefur aldrei verið betra að vera lítill vambi í Ástralíu en í dag,“ sagði ráðherra innflytjendamála, Tony Burke, í samtali við miðilinn. Anthony Albanese, forsætisráðherra landsins, hafði áður tjáð sig um málið og var hann ómyrkur í máli.

„Reyndu að gera þetta við krókódíl og sjáðu hvort þú komist upp með það,“ sagði hann og beindi orðum sínum til Samönthu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Mothership (@mothershipsg)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri