fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 8. mars 2025 17:30

Fólkið hljóp út klukkan 4 um nótt í brjáluðu veðri. Mynd/Hvammsvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir ferðamenn tóku til fótanna þegar þeir töldu sig hafa fundið fyrir reimleikum á lúxushóteli Skúla Mogensen við Hvammsvík. Veðrið var mjög slæmt þessa nótt.

Ferðamennirnir greina frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum, í hópi þar sem ferðamenn deila ráðum um Ísland.

„Hefur einhver gist í Sjóböðunum í Hvammsvík á Íslandi, húsunum á hæðinni og upplifað kynni af draug eða einhvers konar yfirnáttúrulegu veru?“ spyr ferðamaðurinn á síðunni og birtir mynd af húsinu úr fjarlægð, sem verður að segjast að er nokkuð draugaleg.

Lýsir hann atvikinu sem skeði fyrir hópinn eina óveðursnótt.

„Við vorum svo hrædd að við fórum á fætur um miðja nótt, skömmu eftir að við fórum að sofa á þriðju nóttinni, pökkuðum saman og hlupum út úr húsinu um klukkan fjögur í hræðilegu veðri. Við gátum ekki séð en við hlupum til að bjarga lífi okkar.“

Segir ferðamaðurinn að hópurinn sé í losti eftir þetta. En hann segist ekki vilja móðga eigendur hússins, það hafi verið gullfallegt.

Draugar ekki til

Færslan hefur eins og gefur að skilja fengið mikil viðbrögð. Ekki eru allir sannfærðir um að hópurinn hafi raunverulega fundið fyrir vofum á hæðinni við Hvammsvík.

„Draugar eru ekki til,“ segir einn netverji í athugasemdum.

„Hættið að borða sveppi!,“ segir annar vantrúaður.

Einn kemur með líklega skýringu á atvikinu. Það er að það tengist náttúrulegum en ekki yfirnáttúrulegum orsökum.

„Þú minntist á veðrið. Vindur og snjókoma geta skapað mikinn hávaða. Húsið er á hæð og berskjaldað fyrir náttúrunni. Ég hef verið í snjóstormum á stöðum eins og þessum og alla nóttina heyrði maður í diskum smella utan í húsið vegna vindsins og snjókomunnar,“ segir hann. „Mér fannst líka eins og húsið sjálft væri að hreyfast.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“