fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Konan sem bauð piltum munnmök og áreitti þá fær áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. mars 2025 19:00

Hæstiréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Landsrétti fyrir kynferðislega áreitni gagnvart einum pilti sem og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hans og tveggja annarra pilta fær að áfrýja máli sínu til Hæstaréttar. Ástæðan er sú að konan var sýknuð af blygðunarsemishluta málsins í héraði og þar sem dómstigin voru ekki á sama máli varðandi niðurstöðuna þá mun Hæstiréttur taka málið fyrir.

Brotin áttu sér stað á Norðurlandi en drengirnir voru allir 17 ára gamlir þegar þau áttu sér stað. Piltarnir voru að skutla konunni eftir lokun skemmtistaðar í bifreið í desember 2022 en viðhafði hún þá við þá kynferðislegt og ósiðlegt tal auk þess sem hún fór með hendur sínar inn fyrir buxna- og nærbuxnadrengs eins drengsins.

Að sögn piltanna bauðst konan til þess að borga fyrir skutlið með því að veita þeim munnmök. Neitaði konan því fyrir dómi en viðurkenndi að hafa tjáð drengjunum að á tilteknum stað, þar sem þau voru á ferð, hefði hún fyrir mörgum árum veitt strák munnmök í bíl.

Framburður piltanna var hins vegar sagður stöðugur og trúverðugur. Þá báru foreldrar þeirra vitni og sögðu frá áhrifum þessa kvölds á drengina.

Auk þess að vera gerð tveggja mánaða skil­orðsbund­in refs­ing þurfti kon­an að greiða sam­tals 2,4 millj­ón­ir í sak­ar­kostnað á báðum dóm­stig­um og greiða pilt­in­um, sem hún áreitti,  200 þúsund krónur í bæt­ur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife