fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Fjórir menn fyrir dóm vegna hættulegra árása við Extra í Reykjanesbæ og Holtaskóla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 17:30

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna tveggja stórhættulegra líkamsárása í Reykjanesbæ árið 2023. Einn mannanna var þáttakandi í báðum árásunum.

Af einhverjum ástæðum njóta hinir ákærðu nafnleyndar í ákæru Héraðssaksóknara en þeir eru auðkenndir með bókstöfunum A, B, C og D.

A og B eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás að kvöldi laugardagsins 18. febrúar 2023. Eru þeir sakaðir um að hafa ráðist á mann á bílastæði fyrir utan verslunina Extra við Hafnargötu í Reykjanesbæ. „…ákærði B sló hann með ítrekuðum höggum í höfuðið og er X reyndi að komast undan ákærða B, sló ákærði A hann í höfuðið. Í framhaldi tók ákærði B utan um X, lyfti honum upp og kastaði honum í jörðina og ákærði A sparkaði í höfuð hans þar sem hann lá á jörðinni, allt með þeim afleiðingum að X hlaut mar á hægri hlið andlits, mar á hægri hendi og mar og hrufl á hægri fæti,“ segir í ákæru.

Þrír menn eru síðan ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt laugardagsins 29. júlí, á bílastæði við Holtaskóla við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Eru þeir auðkenndir sem A, C og D. Réðust þeir að manni sem sat í fremra farþegasæti bíls og slógu hann ítrekað í höfuðið, meðal annars með glerflösku. Einnig slógu þeir hann í hægri handlegg. Hlaut árásarþolinn nefbrot, skurð þvert yfir vinstri augabrún, umtalsverða bólgu frá augnkrók og meðfram nefi vinstra megin, væg eymsli utan á kinnbeini, væg eymsli í neðri framtönnum, margúl á innanverðri neðri vör og verki í olnboga.

Annar brotaþolinn krefst 2 milljóna króna í miskabætur en hinn 1,5 milljóna.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag, fimmtudaginn 6. mars.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“