fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Doktorsnemi sakfelldur fyrir ellefu nauðganir en þolendurnir eru miklu fleiri – „Kynferðislegt rándýr“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. mars 2025 19:54

Mynd: Breska lögreglan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskur doktorsnemi í verkfræði, hinn 28 ára gamli Zhenhao Zou, var í dag fundinn sekur um að hafa byrlað og nauðgan tíu konum. Sky News sagði frá.

Zou tók upp myndskeið af flestum brotum sínum og því var auðvelt um vik að sanna á hann glæpinn eftir að myndefnið hafði fundist á heimili hans.

Dómurinn var kveðinn upp í London en Zou nauðgaði konunum í Kína og London á árabilinu 2019-2023. Tvær af konunum á myndböndunum skelfilegu hafa fundist en ekki hafa verið borin kennsl á átta. Þolendurnir eru tíu samtals en nauðganirnar sem Zou var fundinn sekur um voru 11 talsins, þrjár í London og sjö í Kína.

Breska lögreglan telur að Zou sé hugsanlega afkastamesti kynferðisbrotamaður Englands á síðari tímum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Telur lögrelgn að 50 konur til viðbótar hafi lent í klónum á verkfræðinemanum illræmda. Talið er að Zou hafi nauðgað helmingnum af þessum konum í Kína og helmingnum í Englandi.

Kallar lögreglan eftir því að konur sem telja að Zhenhao Zou hafi brotið á sér gefi sig fram við lögreglu.

Í frétt Sky News segir að Zou hafi ekki sýnt nein tilfinningaviðbrögð þegar dómurinn var kveðinn upp yfir honum í dag. Saksóknari í málinu sagði við kviðdómendur, áður en þeir kváðu upp dóm sinn, að Zou virkaði sem snjall og hrífandi ungur maður en hann væri líka „kynferðislegt rándýr, gluggagægir og nauðgari.“

Zou vingaðist við konurnar á forritinu WeChat, sem og á stefnumótaforritum, bauð þeim til sín í íbúð sína í London, eða á ókunnan stað í Kína, bauð þeim upp á drykk og byrlaði þeim. Hann notaði síðan síma sinn og faldar myndavélar til að mynda brot sín gegn konunum, en þær voru oft meðvitundarlausar á meðan hann nauðgaði þeim.

Saksóknari hrósaði þeim hugrökku konum sem stigu fram og kærðu svívirðileg brot unga mannsins. „Zou er raðnauðgari og hættulegur konum,“ sagði saksóknarinn Saira Pike.

Sjá nánar á Sky News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“