fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Flutti urmul af sterkum lyfjum til landsins og réðst síðan á tollvörðinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. mars 2025 19:30

Oxycontin var á meðal fjölmargra lyfjategunda sem Ísak flutti til landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega þrítugur maður  hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, tolla- og lyfjalagabrot og líkamsárás á tollvörð.

Í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að maðurinn flutti til landsins yfir þúsund skammta af lyfjum en þessi ákæruliður er orðaður svo:

„Stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa staðið að innflutningi á 471 stykki af Alprazolam Mylan 2 mg (virkt efni alprazólam), 200 stykkjum af læknislyfjum með virka efninu díazepam, 184 stykkjum af OxyContin 80 mg (virkt efni oxýkódon), 326 stykkjum af Rivotril 2 mg (virkt efni klónazepam) og 10 stykkjum af Stilnoct 10 mg (virkt efni zolpidem) ætluðum til dreifingar hér á landi í ágóðaskyni en ávana- og fíknilyfin flutti ákærði til Íslands í farangri sínum þegar hann kom til landsins með flugi OG-601 frá Alicante, Spáni, til Keflavíkurflugavallar.“

Maðurinn var gripinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með efnin þriðjudaginn 13. febrúar árið 2024. Ákæruliður um tolla- og lyfjalagabrot hljómar eftirfarandi:

„Tolla- og lyfjalagabrot, með því að hafa staðið að innflutningi á 111 stykkjum af lyfinu Quetiapin Actavis 20 mg (virkt efni quetíapín), ætluðum til dreifingar hér á landi í ágóðaskyni en lyfið flutti ákærði til Íslands í farangri sínum þegar hann kom til landsins með flugi OG-601 frá Alicante, Spáni, til Keflavíkurflugavallar án þess að fyrir lægi heildsöluleyfi Lyfjastofnunar, án þess að hafa lyfseðil eða lyfjaávísun fyrir lyfjunum í læknisfræðilegum tilgangi og án þess að gera tollgæslu grein fyrir lyfjunum við komuna til landsins.“

Í þriðja lagi er maðurinn síðan ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa kýlt tollvörð sem var við skyldustörf í flugstöðinni, í vinstri síðu með krepptum hnefa, og reynt að bíta hann.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. mars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”