fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 21. febrúar 2025 16:26

Oddvitar flokkanna fimm sem mynda nýjan meirihluta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samstarfssáttmáli nýs meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Sósíalista, Flokks fólksins og Pírata var kynntur í Ráðhúsinu klukkan 15:50 í dag.

Heiða Björg Hilmilsdóttir, oddviti Samfylkingar, verður borgarstjóri, Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, verður forseti borgarstjórnar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og Líf Magneudóttir, oddviti VG, skiptast á embættum formanns borgarráðs og formanns umhverfis og skipulagssviðs. Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, verður formaður skóla og frístundaráðs.

Þetta er það sem nýr meirihluti ætlar að gera:

– Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra.

– Hafin verður strax skipulagning fjölbreyttrar uppbyggingar á nýju landi fyrir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal og víðar í samstarfi við verkalýðshreyfinguna og óhagnaðardrifin félög.

– Markmiðið er að auka ferðatíðni Strætó og bæta þjónustu við farþega, meðal annars með vönduðum biðstöðvum.

– Nýr meirihluti leggur áherslu á að forgangsraða grunnþjónustu, fara betur með tíma og fjármuni borgarinnar og sýna ráðdeild í rekstri.

– Þá verður farið í vinnu gegn fátækt og ójöfnuði m.a. með áherslu á heimili á félagslegum forsendum og að stórauka félagslegt leiguhúsnæði miðað við núverandi áætlanir.

– Skólaþjónusta verður efld með fjölgun sérfræðinga svo sem með talmeinafræðingum og brugðist skjótt við þegar barn í viðkvæmri stöðu þarf stuðning. Þá verður leikskólaplássum fjölgað verulega með opnun nýrra leikskóla og stækkun eldri leikskóla án þess að taka skref í átt að fyrirtækjavæðingu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Í gær

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann