fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 21. febrúar 2025 16:26

Oddvitar flokkanna fimm sem mynda nýjan meirihluta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samstarfssáttmáli nýs meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Sósíalista, Flokks fólksins og Pírata var kynntur í Ráðhúsinu klukkan 15:50 í dag.

Heiða Björg Hilmilsdóttir, oddviti Samfylkingar, verður borgarstjóri, Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, verður forseti borgarstjórnar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og Líf Magneudóttir, oddviti VG, skiptast á embættum formanns borgarráðs og formanns umhverfis og skipulagssviðs. Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, verður formaður skóla og frístundaráðs.

Þetta er það sem nýr meirihluti ætlar að gera:

– Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra.

– Hafin verður strax skipulagning fjölbreyttrar uppbyggingar á nýju landi fyrir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal og víðar í samstarfi við verkalýðshreyfinguna og óhagnaðardrifin félög.

– Markmiðið er að auka ferðatíðni Strætó og bæta þjónustu við farþega, meðal annars með vönduðum biðstöðvum.

– Nýr meirihluti leggur áherslu á að forgangsraða grunnþjónustu, fara betur með tíma og fjármuni borgarinnar og sýna ráðdeild í rekstri.

– Þá verður farið í vinnu gegn fátækt og ójöfnuði m.a. með áherslu á heimili á félagslegum forsendum og að stórauka félagslegt leiguhúsnæði miðað við núverandi áætlanir.

– Skólaþjónusta verður efld með fjölgun sérfræðinga svo sem með talmeinafræðingum og brugðist skjótt við þegar barn í viðkvæmri stöðu þarf stuðning. Þá verður leikskólaplássum fjölgað verulega með opnun nýrra leikskóla og stækkun eldri leikskóla án þess að taka skref í átt að fyrirtækjavæðingu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla