fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. febrúar 2025 10:00

Breiðholtsskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er fullt til­efni til þess að end­ur­skoða þessi mál og koma á fót sér­stöku úrræði, mót­töku­deild, fyr­ir er­lenda nem­end­ur þannig að þeir læri tungu­málið og aðlag­ist bet­ur ís­lensku skóla­kerfi og sam­fé­lagi,“ seg­ir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Aukafundur var haldinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á miðvikudag að ósk Mörtu og Helga Áss Grétarssonar, en bæði eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu.

Sjá einnig: Faðir stúlku í Breiðholtsskóla óttast að stórslys sé í uppsiglingu – Mættu með öxi heim til nemanda

Mikið hefur verið rætt um málefni nokkurra nemenda í Breiðholtsskóla að undanförnu sem hafa verið til vandræða vegna ofbeldis, bæði andlegs og líkamlegs, í garð annarra nemenda.

Marta segir við Morgunblaðið að á fundinum hafi fulltrúar í fyrsta skipti fengið upplýsingar um málið á vettvangi borgarinnar. Það sé alvarlegt að ekki hafi verið gripið fyrr inn í.

Í samtali við Morgunblaðið segir Helgi Áss að nýr sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hafi tekið til starfa fyrir rúmum tíu dögum. Hann hafi greint frá því á fundinum að „reyndur skólamaður“ hafi verið fenginn til starfa í Breiðholtsskóla sem muni vinna að því að taka á ástandinu.

Þannig hafi þegar verið gripið til þess ráðs að stía árganginum í sundur sem fimmmenningarnir sem hafa verið til vandræða eru í. Þá hafi verið ráðið fleira starfsfólk til að sinna öryggismálum og kennslu.

Helgi segir að dæmi séu um að foreldrar barna af erlendum uppruna svari ekki yfirvöldum og úrræði skorti til að taka á móti slíkum nemendum.

„Í stað þess að ræða þessi mál á grund­velli staðreynda, þá er reynt að halda lok­inu á pott­in­um og kalla þá rasista sem vilja fá raun­hæf­ar úr­lausn­ir í skóla­mál­um,“ seg­ir Helgi Áss meðal annars við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu