fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Trump lét tæma nokkur uppistöðulón til að slökkva skógarelda – Gjörsamlega gagnslaust og 8 milljarðar lítra af vatni fóru til spillis

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2025 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Publicdomainnet

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku lét Donald Trump tæma uppistöðulón í Kaliforníu og sagði hann að þetta væri gert til að hjálpa til í baráttunni við gróðureldana í Los Angeles. En vandinn er að þetta var gjörsamlega gagnslaus aðgerð hjá Trump og það eina sem kom út úr þessu er að 8 milljarðar lítra af vatni fóru til spillis.

Trump gaf verkfræðisveitum hersins fyrirmæli um að opna fyrir streymið úr uppistöðulónunum þann 31. janúar. Þennan sama dag tilkynnti slökkviliðið í Los Angeles að tekist hefði að ná stjórn á gróðureldunum.

Trump sagði að vatnið myndi flæða til Los Angeles en fjöldi sérfræðinga, sem CNN ræddi við, sögðu að tvö stór vandamál væru tengd þessari ákvörðun Trump. Önnur er að vatnið fer til spillis því jarðvegurinn er blautur fyrir eftir frekar úrkomumikið tímabil en hin er að vatnið nær ekki að renna til Los Angeles.

„Það er nákvæmlega engin tenging á milli þess að opna fyrir uppistöðulónin og vatnsins sem þarf að nota til að takast á við gróðureldana í Los Angeles. Það er algjörlega útilokað að flytja vatnið frá staðnum þar sem það var, til Los Angeles,“ sagði loftslagssérfræðingurinn Peter Gleick í samtali við CBS News.

Ætlunin var að geyma vatnið þar til sumarhitar taka völdin. Þessi sóun á vatni mun því hafa áhrif á bændur á svæðinu. Gleick sagði að bændur telji þetta vatn vera „glatað“ eftir aðgerð Trump.

Trump skýrði frá ákvörðun sinni á Truth Social, samfélagsmiðlinum sem hann á, og sagði: „Vatnið streymir í Kaliforníu. Tómir árfarvegir eru nú fullir af fallegu, hreinu vatni sem er á leið til bænda í öllu ríkinu og til Los Angeles.“ Hann bætti einnig við að ef hann hefði fengið að gera þetta á fyrra kjörtímabili sínu „hefðu engir gróðureldar komið upp“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“