fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar sem búa í ónefndu sveitarfélagi á landsbyggðinni stóðu frammi fyrir því á síðasta ári að þurfa að fara með son sinn til læknis í Reykjavík. Ákváðu þau að lengja ferðina og nýta hana sem hluta af sumarleyfi sínu. Það átti eftir að reynast þeim dýrkeypt þar sem umsókn þeirra um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í ferðakostnaðinum hefur verið synjað.

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest synjunina. Synjunin var á þeim grundvelli að umsóknin félli ekki undir reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands. Sjúkratrygginar tjáðu foreldrunum að samkvæmt reglugerðinni þurfi ferð að taka styttri tíma en eina viku, nema um sé að ræða innlögn á sjúkrahús eða lengri sjúkdómsmeðferð. Ekki hafi verið um innlögn að ræða. Alls hafi í þessu tilfelli 17 dagar liðið frá komu til Reykjavíkur þar til farið hafi verið til læknis.

Í kæru foreldranna til nefndarinnar kom fram að fráleitt væri að refsa þeim sem íbúum á landsbyggðinni fyrir að skipuleggja tíma sinn í kringum læknisferðir. Í þessu tilviki hafi móðirin átt uppsafnað sumarfrí og reynt að skipuleggja það í kringum læknisferðina hjá syninum.

Reglugerðin

Í andsvörum Sjúkratrygginga var minnt á ákvæði reglugerðarinnar um að ferð innanlands sem sé í þeim tilgangi að nýta heilbrigðisþjónustu megi ekki taka lengri tíma en viku nema viðkomandi sé lagður inn á sjúkrahús eða sé í lengri sjúkdómsmeðferð. Ferðin í þessu tilfelli hafi hins vegar tekið 18 daga.

Sjúkratryggingar minntu sömuleiðis á að í reglugerðinni kemur enn fremur fram að stofnunin taki þátt í ferðakostnaði vegna fjögurra ferða á almanaksári þegar um sé að ræða nauðsynlega ferð, 20 kílómetra eða lengri, á milli staða, til að sækja óhjákvæmilega sjúkdómsmeðferð. Skilyrði sé að þjónustan sé ekki fyrir hendi í heimabyggð og að ekki sé hægt að nota eða bíða eftir skipulögðum lækningaferðum til heimabyggðar. Ákvæðið gildi um ferðir sem taki styttri tíma en eina viku, nema um sé að ræða innlögn á sjúkrahús eða lengri sjúkdómsmeðferð.

Það er niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála að í ljósi þessara ákvæða reglugerðarinnar og þess að drengurinn var ekki lagður inn á sjúkrahús í umræddri ferð þá eigi hann og foreldrar hans ekki rétt á greiðsluþátttöku í ferðakostnaðinum, þar sem lengd ferðarinnar til Reykjavíkur hafi farið fram úr leyfilegri hámarkslengd.

Segja má því að foreldrarnir hafi í þessu tilfelli tapað á sumarfríinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Í gær

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann