fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Trump varpar ljósi á dularfullu drónana sem gerðu allt vitlaust fyrir áramót

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur loksins rofið þögnina um hina dularfullu dróna sem vöktu athygli margra og hræðslu sumra í Bandaríkjunum skömmu fyrir síðustu áramót.

Trump lofaði að upplýsa almenning um málið um leið og hann tæki við embætti og hann hefur nú staðið við stóru orðin, eða því sem næst. Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, las í gær upp yfirlýsingu frá forsetanum á fjölmiðlafundi.

Sjá einnig: Hvað er að gerast með flygildin sem sést hafa yfir Bandaríkjunum og Bretlandi – Yfirnáttúruleg fyrirbæri eða yfirvofandi árásir fjandmanna

Leavitt sagði að drónarnir væru „ekki óvinir“ heldur hefðu þarlend stjórnvöld, það er Flugmálastjórn Bandaríkjanna, veitt þeim leyfi til að fljúga í „rannsóknarskyni“ eins og hún orðaði það.

Leavitt sagði að þessar upplýsingar kæmu beint frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Bætti hún einnig við að ákveðin múgæsing hefði myndast og margar tilkynningar varðað ósköp hefðbundna dróna sem áhugamenn fljúga.

Sjá einnig: Eru dularfullu flygildin í raun leynivopn hulduaflanna?

Tilkynningar um óvenju stóra dróna á flugi, einkum á austurströnd Bandaríkjanna, byrjuðu að hrúgast inn í nóvember og desember. Sáust þeir meðal annars í grennd við verksmiðjur Bandaríkjahers og sögðu sjónarvottar að ekki væri um neina venjulega smádróna að ræða heldur væru þeir risastórir, á stærð við fólksbíla, og háþróaðir.

Ýmsum getgátum var varpað fram um málið, allt frá því að um fljúgandi furðuhluti væri að ræða til háþróaðra eftirlitsdróna frá erlendum óvinaríkjum. En rökréttasta skýringin var alltaf sú að drónarnir væru á flugi í einhvers konar rannsóknartilgangi eins og Leavitt hefur nú sagt.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að Leavitt hafi ekki varpað frekara ljósi á málið, svo sem hvaða rannsóknir var verið að gera eða á hvaða vegum þeir voru. Hvort þeir voru til dæmis frá hernum, annarri bandarískri stofnun eða einkafyrirtæki.

Ýmsum þykja þessi svör loðin og í þeim hópi er Michael Melham, bæjarstjóri Belleville þar sem margir drónar sáust á flugi. Segir hann að Leavitt hafi ekki svarað mikilvægustu spurningunni um hvað drónarnir voru nákvæmlega að gera á svo þéttbýlum svæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“