fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Kona fór af stað í fæðingu í flugvél nálægt Íslandi – Neyðarlending í Keflavík

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 20:30

Vélin var í rúmlega 13 tíma flugi þegar konan fór af stað. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél flugfélagsins Uzbekistan Airways þurfti að gera neyðarlendingu í Keflavík í dag. Kona fæddi barn um borð í vélinni.

Vélin var á leiðinni frá Tashkent, höfuðborg Úsbekistan, til New York í Bandaríkjunum þegar að kona fór í fæðingu. Um er að ræða rúmlega 13 klukkustunda langt flug.

Vegna þess var farið í neyðarlendingu á næsta flugvelli, sem reyndist vera í Keflavík. En konan fæddi barnið í vélinni og merkilegt nokk þá voru bæði kvensjúkdómalæknir og skurðlæknir um borð sem hjálpuðu henni við það. Eftir lendingu var farið með móðurina og barnið á sjúkrahús. Vélin hélt áleiðis til New York eftir hádegi í dag.

„Ótrúlegur atburður átti sér stað um borð í flugi HY101, frá Tashkent til New York, degi eftir 33 ára afmæli flugfélagsins. Kona fór af stað í fæðingu og fæddi dreng. Áhöfnin ákvað að gera neyðarlendingu á flugvellinum í Keflavík,“ segir í tilkynningu flugfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð