fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Inga biðst afsökunar á símtalinu umdeilda

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 13:24

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins hefur beðist afsökunar á umdeildu símtali við skólameistara Borgarholtsskóla. Neitar hún því þó að hafa kynnt sig sem ráðherra í símtalinu og að hún myndi beita áhrifum sínum.

Inga sagði þetta í samtali við RÚV eftir ríkisstjórnarfund í dag.

Símtalið snerist um skó barnabarns Ingu sem týnst höfðu í skólanum, þar sem barnabarnið er nemandi, en skórnir komu þó á endanum í leitirnar.

Inga viðurkenndi að hafa hringt í skólameistarann og að það hafi verið fljótfærni sem muni ekki endurtaka sig. Hún biður skólameistarann afsökunar. Inga segist gera sér grein fyrir að það fylgi því mikil ábyrgð að vera ráðherra í ríkisstjórn Íslands en hún hefur verið sökuð um að hafa misbeitt valdi sínu í málinu.

Inga neitar því hins vegar að hafa kynnt sig sem ráðherra í símtalinu og að hafa ýjað að því að hún myndi beita áhrifum sínum vegna hvarfs skónna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“