fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Hjónabönd samkynhneigðra komin á dagskrá hjá Hæstarétti Bandaríkjanna

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 21:00

Hæstiréttur Bandaríkjanna svipti konur nýlega rétti til þungunarrofs. Nú gæti farið svo að réttur samkynhneigðra til hjónabands fari sömu leið. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkisþing Idaho fylkis í Bandaríkjunum vill afnema hjónabönd samkynhneigðra. Hefur dómstóllinn farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að alríkisvernd réttindanna verði afnumin.

Pink News greina frá þessu.

Massachusetts varð fyrsta fylkið til þess að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra árið 2004. Connecticut fylgdi í kjölfarið árið 2008 og svo nokkur fylki í kjölfarið þar til Hæstiréttur staðfesti réttindin í gjörvöllum Bandaríkjunum árið 2015. Heitir sá dómur Obergefell gegn Hodges.

Í gær, mánudaginn 27. janúar, kaus neðri deild fylkisþingsins í Idaho með ályktun þess efnis að Hæstiréttur ógildi Obergefell gegn Hodges. Atkvæðagreiðslan fór 46 gegn 24. Repúblikanar eru í miklum meirihluta í þinginu, 59 á móti aðeins 9 Demókrötum. Allir Demókratar kusu gegn ályktuninni ásamt 15 Repúblikönum en það var langt frá því nóg til að stöðva málið.

Líkti málinu við vatnsréttindi

Þingmaðurinn Heather Scott lagði ályktunina fram fyrr í þessum mánuði. Hún segir að ákvörðun um lögmæti hjónabands samkynhneigðra ætti að vera mál sem fylkin ráði sjálf, ekki réttur sem viðurkenndur sé í öllu landinu.

„Ég myndi vilja sjá ykkur skipta þessu máli út fyrir hvað annað sem er og spyr ykkur: Vill ég að ríkisstjórnin ráði réttindum okkar, okkar Idaho-búa?“ spurði Scott í umræðum í þingsalnum.

Líkti hún þessu saman við það ef ríkisstjórnin myndi endurskilgreina eignarrétt eða vatnsréttindi.

„Þetta er ekki ákvörðun fyrir dómara, þetta er ákvörðun fyrir fylkin,“ sagði Scott. Sagði hún jafn framt að Obergefell gegn Hodges væri ógn við trúarlegt frelsi og að skotmörk þessa dóms væru kristnir vítt og breitt um Bandaríkin.

Svipti konur réttindum

Ekki er lengra síðan í júní árið 2022 þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem íhaldsmenn eru í meirihluta, afnam rétt kvenna til þungunarrofs. Það er dóminn Roe gegn Wade sem hafði tryggt konum þessi réttindi í áratugi.

Síðan þá hafa mörg fylki skert réttindi kvenna mikið og í 11 fylkjum er þungunarrof núna beinlínis ólöglegt. Einkum eru það fylki þar sem Repúblikanar eru við völd þar sem réttur kvenna er hvað minnstur.

Donald Trump, nýkjörinn Bandaríkjaforseti, hefur þegar gefið tilskipanir til þess að dragar úr réttindum trans-fólks. Útlit er fyrir að réttindi annars hinsegin fólks verði einnig skert.

Langar ekki að búa í Idaho lengur

Demókratar gagnrýndu Hæstarétt harðlega sem og þau fylki sem afnámu réttindi kvenna til þungunarrofs. Það sama á við um þessar nýjustu fregnir frá Idaho.

„Þetta lætur mig ekki langa til að búa hérna lengur,“ sagði Ilana Rubel, þingflokksformaður Demókrata í Idaho. En hún þekkir málið vel á eigin skinni þar sem sonur hennar er samkynhneigður. Sagði hún að ályktunin sem fylkisþingið hefði samþykkt væri hræðilegt fyrir hinsegin samfélagið í Idaho.

„Þetta er gott fólk. Þetta er gott, löghlýðið fólk sem líður eins og löggjafarsamkundan þeirra vilji ekki hafa þau hérna og vilji ekki að þau hafi sömu réttindi og allir aðrir,“ sagði Scott. „Þetta er enn eitt dæmið um að öfgavængur Repúblíkanaflokksins sé að búa til vandamál þar sem þau eru ekki til staðar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð