fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Sigríður segir Áslaugu haldna ,,miklu blæti“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. janúar 2025 15:30

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Sigríður Á. Andersen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins og fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins hnýtir all hressilega í fyrrverandi flokkssystur sína Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í færslu á samfélagsmiðlinum X. Eins og kunnugt er hefur Áslaug Arna lýst yfir framboði sínu til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Sigríður segir þau orð Áslaugar að kalla Flokk fólksins ekki stjórnmálaflokk af því hann sé ekki skráður sem slíkur hjá hinu opinbera lýsi miklu blæti fyrir skriffinnsku.

Í færslunni vitnar Sigríður í orð Áslaugar í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Sigríður skrifar:

„Mál sem kemur upp núna er þetta styrkjamál til flokksins, sem er auðvitað ekki stjórnmálaflokkur enn þá.“ -Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður D. Að halda því fram að flokkur sem situr á Alþingi sé ekki „stjórnmálaflokkur“ af því að eyðublaði hefur ekki verið skilað til ríkisins lýsir miklu blæti til skriffinnsku.“

Í athugasemd tekur Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur undir með Sigríði:

„Sammála. Um leið er svona lögtæknihyggja/formsatriðaobsessjón („voru blýantarnir nógu vel yddaðir?“) í takt við þá þjóðlegu hefð að tala aldrei um aðalatriðið, sem í þessu tilviki er sú staðreynd að íslenskir stjórnmálaflokkar fá óáreittir að moka almannafé í sjálfa sig.“

Endurgreiðsla

Í viðtalinu í Bítinu viðhafði Áslaug Arna þessi orð sem Sigríður vitnar til um Flokks Fólksins. Var Áslaug Arna þá að vísa til þess sem fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga um að Flokkur fólksins hafi þegið framlög úr ríkissjóði þrátt fyrir að hafa ekki verið á skrá Skattsins yfir stjórnmálasamtök en lög, frá 2021, kveða á um að slík skráning sé skilyrði fyrir því að hljóta slík framlög.

Áslaug Arna sagði í Bítinu að Flokkur fólksins hljóti að þurfa að endurgreiða ríkinu þá fjármuni sem flokkurinn hefði fengið greidda.

Eftir að viðtalið var sent út greindi Vísir frá því að árið 2022 hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 167 milljónir króna frá ríkinu áður en flokkurinn gekk formlega frá skráningu á skrá Skattsins yfir stjórnmálasamtök. Hvort Áslaugu Örnu finnist að hennar flokkur eigi að endurgreiða þessa upphæð á eftir að koma í ljós en samkvæmt ársreikningi flokksins fyrir árið 2023 ætti hann að hafa efni á því en eigið fé flokksins í lok þess árs nam 1,4 milljörðum króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð