fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Áslaug Arna selur framboðsvarning – Hjartastuðtæki og Heimlich-leiðbeiningar fylgja ekki með

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. janúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stefnir á að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins, en hún tilkynnti framboð sitt á fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll í gær.

Hún hefur eins opnað framboðssíðuna aslaugarna.is en þar má kaupa af henni framboðsvarning, derhúfu, stílabók ásamt penna og loks skyndihjálparkassa.

Skyndihjálpakassinn kostar 6.500 kr.  og segir í lýsingu að um sé að ræða skyldueign fyrir öll heimili. Áslaug tekur þó fram að hjartastuðtæki og leiðbeiningabæklingur um Heimlich-aðferðina fylgi ekki vel. Þarna vísar þingmaðurinn til atviks sem átti sér stað skömmu fyrir jól þegar Áslaug bjargaði lífi gestar á veitingastaðnum Kastrup.

Gesturinn lenti í því að það stóð í hinum, lyppaðist niður og náði ekki andanum. Þá myndaðist mikið fát og enginn vissi hvað ætti til bragðs að taka – enginn nema Áslaug sem gekk beint til verks og notaði Heimlich-aðferðina. Heimlich er björgunaraðferð til að ná aðskotahlut sem stendur í fólki. Það var læknirinn Heimlich sem bjó aðferðina til árið 1974 og hefur hún síðar bjargað fjölmörgum mannslífum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin