fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Pressan
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 08:54

Ross Ulbricht er fertugur að aldri og á heimleið, tíu árum eftir að hafa verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur náðað Ross Ulbricht, stofnanda Silk Road, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi árið 2015.

Silk Road var stofnuð á mykranetinu svokallaða árið 2011 og varð á skömmum tíma að ógnarstórum svörtum markaði þar sem vopn og eiturlyf gengu meðal annars kaupum og sölum.

Ulbricht var handtekinn árið 2013 vegna aðkomu sinnar að vefsíðunni. Hann var þá aðeins 29 ára gamall en þá þegar, aðeins tveimur árum eftir að Silk Road fór í loftið, orðinn margfaldur milljarðamæringur.

Ulbricht hefur afplánað dóm sinn í alríkisfangelsi í Arizona og segist Trump hafa hringt í móður Ulbrichts og látið hana vita af fréttunum. Segjast lögmenn hans vonast til þess að hann verði látinn laus úr fangelsi innan fárra daga.

Með þessu má segja að Trump hafi staðið við stóru orðin því hann sagði í kosningabaráttunni að hann myndi vinna að náðum Ulbricht ef hann yrði kjörinn forseti.

Hér má lesa ítarlega umfjöllun DV um Silk Road frá árinu 2020 og hvernig Ísland kom við sögu í að uppræta málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Í gær

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli
Fréttir
Í gær

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“