fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2025 07:12

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, eru sögð hafa fundust á Íslandi eftir að þeirra hafði verið saknað síðan í lok október. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu.

Í frétt CBS News kemur fram að aðstandandi barnanna hafi tilkynnt um hvarf þeirra til lögreglunnar í Canton í Ohio í lok októbermánaðar. Sagði aðstandandinn að 34 ára móðir barnanna hafi glímt við geðræn veikindi og hætt að taka lyfin sín. Þá hefði hún yfirgefið íbúð sína og börnin að hætt að mæta í skólann.

Fulltrúar U.S. Marshal Service, löggæslustofnunar sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið, ráku slóð barnanna og móðurinnar til Denver í Colorado. Þaðan til Lundúna og eyjunnar Jersey á Ermarsundi áður en þau komu til Íslands í „afskekkt sjávarþorp“ eins og það er orðað.

Lögregluyfirvöld á Íslandi eru svo sögð hafa rakið slóðina á hótel í Reykjavík þar sem börnin fundust þann 10. janúar síðastliðinn. Börnunum var komið fyrir í umsjá barnaverndaryfirvalda hér á landi þar til ættingi barnanna kom til landsins en móðurinni var komið undir læknishendur á sjúkrahúsi. Þar mun konan dvelja uns hún nær heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna.

Pete Elliott, sem fór með rannsókn málsins vestan hafs, segir að verkefnið hafi verið umfangsmikið og það sé aldrei auðvelt að samræma aðgerðir þegar nokkur lönd koma við sögu eins og í þessu tilviki. Þakkar hann löggæsluyfirvöldum hér á landi fyrir aðstoðina við að koma börnunum í öruggt skjól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“