fbpx
Laugardagur 11.október 2025
Fréttir

Sigurjón hæðist að Guðlaugi – „Þetta kalla ég að miklast af litlu sem engu“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 13:30

Sigurjón segir Guðlaug Þór hafa belgt sig út í útvarpsviðtalinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýnir Guðlaug Þór Þórðarson fyrrverandi umhverfis og orkumálaráðherra fyrir að „belgja sig út“ fyrir árangur í orkumálum. Segir hann staðreyndirnar tala sínu máli um stöðnun í virkjanamálum hjá síðustu ríkisstjórn.

Mappa á borðinu

Guðlaugur var í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann þar að saka arftaka sinn, Jóhann Pál Jóhannsson, um að tefja framtíðar virkjanaframkvæmdir.

Sagði Guðlaugur tvær möppur tilbúnar á borði ráðherrans, tveir „rammar“, sem hann hafði skilið eftir sem og frumvarp um einföldun á rammanum.

„Það eru líka fleiri frumvörp í þessari títt nefndu möppu sem ég skildi eftir hjá ráðherranum sem gerir það að verkum að við getum einfaldað hlutina,“ sagði Guðlaugur í viðtalinu. Vildi hann meina að síðasta ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefði rofið kyrrstöðuna í virkjunarmálum.

Brenndi tugmilljónum lítra af olíu

„Staðreyndirnar tala sínu máli,“ segir Sigurjón í færslu á samfélagsmiðlum. Segir hann Guðlaug Þór „belgja sig út“ í viðtalinu um mikinn árangur í orkumálum árin 2017 til 2024. En staðreyndirnar séu þær að síðasta stórvirkjun sem tekin var í notkun hér á landi hafi verið Þeistareykjavirkjun árið 2017 og aukavirkjun við Búrfell ári seinna.

„Það grátbroslegt að fyrrverandi orkumálaráðherra í ríkisstjórn sem afrekaði það að brenna nánast að óþörfu tugum milljón lítra af olíu á hverju ári, til rafmagnsframleiðslu, skuli benda hróðugur á einhverja möppu sem hann skildi eftir sig í ráðuneytinu,“ segir Sigurjón. „Þetta kalla ég að miklast af litlu sem engu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“
Fréttir
Í gær

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár