fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistaramótið í handbolta karla hefst í næstu viku en mótið fer fram í Króatíu, Noregi og Danmörku. Leikir Íslands verða háðir í Zagreb í Króatíu.

Ísland leikur í G-riðli ásamt Grænhöfðaeyjum, Kúbu og Slóveníu. Af þessum þremur andstæðingum eru Slóvenar langsterkustu andstæðingarnir. Mikilvægt er að vinna alla leiki í riðlinum til að taka með sér stig í milliriðil. Leiktímar Íslands í riðlinum eftir eftirfarandi:

Fimmtudagur 16. janúar kl. 19:30: Ísland – Grænhöfðaeyjar

Laugardagur 18. janúar kl. 19:30: Ísland – Kúba

Mánudagur 20. janúar kl. 19:30: Ísland – Slóvenía

Leikið verður í milliriðlum miðvikudaginn 22. janúar, föstudaginn 24. janúar og sunnudaginn 26. janúar.

Til að komast í 8 liða úrslit á mótinu þarf Ísland að komast upp úr milliriðlinum.

Æfingaleikir gegn Svíum

Íslenska liðið æfir nú af kappi fyrir mótið og framundan eru tveir æfingaleikir gegn Svíum í Svíþjóð. Fyrri leikurinnn verður á fimmtudaginn kl. 18 og sá síðari á laugardaginn kl. 15. Báðir leikirnir verða sýndir á RÚV og að sjálfsögðu verða allir leikir Íslands á HM sýnir þar líka.

Heimild: ruv.is 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat