fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 6. janúar 2025 15:53

Bíllinn er mikið tjónaður. Mynd/aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur kviknaði í Mersedes-Benz jeppa sem stóð fyrir utan verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði fyrir skömmu síðan. Engin meiðsli urðu á fólki.

„Það var maður, eigandi, inni í bílnum sem fór út úr honum þegar fór að rjúka úr honum,“ segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Eldurinn kom um klukkan 15:15 í dag og safnaðist talsvert stór hópur af fólki við fyrir framan verslunarmiðstöðina og fylgdist með brunanum. Búið var að slökkva eldinn að mestu áður en slökkvilið kom á staðinn.

„Það var búið að slökkva með handslökkvitækjum á staðnum,“ segir Stefán. „Við gengum úr skugga um að það væri ekki meira og slökktum smáeld.“

Að sögn Stefáns er bíllinn töluvert tjónaður eftir eldinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“
Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“