fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Fréttir

Fiskikóngurinn allt annað en sáttur við Reykjavíkurborg – „Valdníðsla og hroki“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. september 2024 12:28

Kristján Berg, oft kenndur við Fiskikónginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, er allt annað en sáttur við Reykjavíkurborg og starfsmenn sveitarfélagsins. Segir hann þá þurfa námskeið í mannlegum samskiptum og að borgin eigi að hætta að ónáða eigendur fyrirtækja með „tittlingaskít þegar fyrirtæki borgarinnar standa í framkvæmdum.“

Sérstakt afnotaleyfi nauðsynlegt

Forsaga málsins er sú að Kristján er taka athafnasvæði fyrirtækis síns, Heitirpottar, við Fossháls í Reykjavík í gegn. „Er að byggja vegg til þess að gera umhverfið flottara, götuna flottari, fyrirtækið meira aðlaðandi og allt snyrtilegra,“ segir Kristján í Facebook-færslu. Framkvæmdunum, sem áætlað er að taki tvær vikur, fylgir smá umstang en Kristján hélt að hann væri í toppmálum með útgefið byggingaleyfi vegna þeirra.
Annað kom á daginn þegar tveir starfsmenn Reykjavíkurborgar mættu upp í Fossháls og stöðvuðu framkvæmdirnar. „ Ástæða þess að ég átti að stoppa var vegna þess að lítil smágrafa 1,5 tonn fór uppá gangstéttina til þess að komast betur að og vorum við að taka frá háspennustreng, möl og sand (jarðveg),“ skrifar Kristján í áðurnefnda færslu.
Var Kristjáni þar tilkynnt að sækja þyrfti um sérstakt afnotaleyfi vegna þess að grafan fór í 30 mínútur upp á umrædda gangstétt.

Segir borgarstarfsmenn hafa sýnt af sér hroka og ókurteisi

„Borgin er ekki að létta undir neinum framkvæmdum og þetta eftirlit sem þúsundir manna vinna við í dag, og þeim fer hratt fjölgandi eftirlitsmönnunum. Þessi gæjar sem komu í morgun rífa bara kjaft. Ég spurði þá hvort þeir væru með eitthvað skriflegt um þetta, jú einhver sendi inn kvörtun, sögðu þeir. En hvar eru pappírarnir yfir það? NEI. Ekkert skriflegt, erum pappírslaus borg. Geturu sent mér tölvupóst um málefnið ? NEI. Þú ferð bara inná netið. Afnotaleyfi.is. Engar frekar leiðbeiningar eða vilja frá honum til þess að aðstoða mig frekar,“ skrifar Kristján óhress.
Segir hann málið hafa verið illa útskýrt af hálfu borgarstarfsmannanna og þeir hafi sýnt af sér hroka og ókurteisi.
„Reykjavíkurborg þarf að senda starfsmenn á námskeið í mannlegum samskiptum og hætta þessum tittlingaskít þegar fyrirtæki borgarinnar standa í framkvæmdum,“ skrifar Kristján.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Birgir segir að Sólveig Anna hafi ekki svarað tölvupósti og aldrei hringt til baka

Birgir segir að Sólveig Anna hafi ekki svarað tölvupósti og aldrei hringt til baka
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Við erum ítrekað að lenda í því að það sé verið að ráðast á hundinn okkar og það er satt að segja orðið gjörsamlega óþolandi“

„Við erum ítrekað að lenda í því að það sé verið að ráðast á hundinn okkar og það er satt að segja orðið gjörsamlega óþolandi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sýknuð af ákæru um ofbeldi gegn barnsföður sínum – Sauð upp úr í rifrildi um matarmiða

Sýknuð af ákæru um ofbeldi gegn barnsföður sínum – Sauð upp úr í rifrildi um matarmiða
Fréttir
Í gær

Hannes ekki sáttur eftir mótmæli í morgun: „Með ólíkindum hvernig þessi óþjóðalýður veður uppi“

Hannes ekki sáttur eftir mótmæli í morgun: „Með ólíkindum hvernig þessi óþjóðalýður veður uppi“
Fréttir
Í gær

„Mér sýn­ist að allt þetta fólk sem var í bif­reiðunum þarna á eft­ir hefði dáið inni í göng­un­um“

„Mér sýn­ist að allt þetta fólk sem var í bif­reiðunum þarna á eft­ir hefði dáið inni í göng­un­um“