fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Óþrifnaður ferðamanna í sundlaugum til umræðu – „Er mannekla eða bara enginn að nenna að þrífa typpalingana?“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. september 2024 17:30

Margmenni getur verið í sundlaugum og kerfin eru oft lokuð. Því er mikilvægt að baða sig vel. Mynd/Sundlaugin á Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir ferðamenn eiga það til að fara óþvegnir í almenningssundlaugar á Íslandi og starfsmenn sundlauganna bregðast ekki við. Eru margir orðnir frekar þreyttir á þessu enda eykur þetta á óþrifnaðinn í laugunum.

„Af hverju fá túristar að fara óþvegnir í sund?“ spyr ónefndur maður á samfélagsmiðlinum Reddit. Segist hann hafa mætt tveimur ferðamönnum, sveittum og sandblásnum. Þeir hafi farið beint í stuttbuxurnar og út í laug.

Þegar maðurinn benti ferðamönnunum á reglurnar, það er að skylda sé að baða sig áður en farið er út í laugina, svöruðu þeir aðeins: „Whatever dude.“ Einnig spurði hann sundlaugarvörðinn sem var frekar sama um þetta. „Er mannekla eða bara enginn að nenna að þrífa typpalingana?“ spyr hann.

Hætt að nenna

Það er eins og við manninn mælt að heilmiklar umræður hafa spunnist um þetta. Enda skipta sundlaugar landann máli. Nefnt er að sundlaugarvatnið sé að miklu leyti endurnýtt í lokuðu kerfi með síum og því mikilvægt að þrífa sig vel. Vandinn sé hvað verstur hjá bandarískum ferðamönnum.

„Þetta er óþolandi en það er allavega hægt að benda túristum á að fara í Sky Lagoon eða Blue Lagoon. Þar geta þeir borgað 18 þúsund á haus fyrir að baða sig í rassasafa hvors annars,“ segir einn verulega fúll sem bendir þó á að vandamálið sé ekki bundið við erlenda ferðamenn. Íslensk ungmenni baði sig heldur ekki áður en gengið er til lauga. „Sérstaklega koma heilu fótboltaliðin af æfingu í bæjarfélaginu sem ég bý í og fara beint ofan í laug án þess að þvo sér, sumir meira að segja á nærbuxunum. Viðbjóður,“ segir hann.

Sjá einnig:

Íbúar þreyttir á sóðaskap í Vatnaveröld í Reykjanesbæ – Margir gestir baði sig ekki og karlar fari í laugina á naríunum

Þá er nefnt að bæði starfsfólk og aðrir gestir séu einfaldlega hætt að nenna að segja erlendum ferðamönnum frá reglunum. Fjöldi ferðamanna hafi einnig aukist mikið. Einn segist frekar fara í sundlaugar í úthverfum, svo sem Breiðholtslaug og Álftaneslaug, til þess að komast hjá fjölda ferðamanna.

Konur þvo ekki á sér hárið

Ein kona nefnir að vandamálið sé tvíþætt. Annar vegar sé það mannekla í sundlaugunum. Það séu meiri líkur á að sjá hvítabjörn á Íslandi en starfsmanna í klefa sundlauga. Hins vegar að starfsmennirnir þori einfaldlega ekki að segja neitt við gesti sem baði sig ekki. Áður fyrr hafi sundlaugarverðir hótað að hringja á lögregluna ef fólk þvoði sér ekki frá toppi til táar. Vandamálið sé þó ekki eingöngu bundið við erlenda ferðamenn.

„Annars finnst okkur manninum mínum Íslendingar lítið skárri en túristarnir. 80 prósent kvenna þvo ekki á sér hárið áður en þær fara í sund,“ segir hún.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“