fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

„Maður veltir því fyrir sér hvað sé að gerast“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2024 08:00

Helgi Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er röð atburða sem hafa verið að koma upp hjá okkur. Maður veltir því fyrir sér hvað sé að gerast,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Eins og greint var frá í gær er faðir ungrar stúlku í haldi grunaður um að hafa banað henni. Maðurinn var handtekinn á sunnudag á Krýsuvíkursvæðinu eftir að hann tilkynnti að hann hefði banað stúlkunni. Tólf manndrápsmál hafa komið til kasta lögreglu í ellefu málum frá 2023 og 39 manndrápsmál hafa komið upp frá árinu 2010, að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

Helgi segir í viðtalinu að málin sem komið hafa upp að undanförnu séu að sumu leyti ólík, það er að segja hverjir eiga í hlut.

„Við erum að horfa á föður og dóttur og svo unglinga. Þetta eru mál sem eru ekki alveg af sama meiði en þau raðast svona saman einhvern veginn.“ Hann segir manndrápsmál óalgeng þar sem feður hafa banað börnum sínum. „Ég man ekki eftir því í fljótu bragði að faðir hafi banað dóttur sinni hér á landi. Ég man hins vegar eftir málum mæðra sem hafa drepið börn.“

Helgi segir manndrápsmál tiltölulega fátíð hér á landi og í tilfelli fámennra þjóða megi búast við sveiflum. „Ef við skoðum mann­dráp frá alda­mót­um þá voru um það bil tvö mann­dráp á ári að jafnaði. Nú virðumst við vera að sjá aðeins fleiri mál á síðustu fjór­um árum en þá þurf­um við að hafa mann­fjölda­aukn­ing­una í huga og eðli þeirra mála sem koma upp,“ seg­ir hann við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“