fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Yazan litli vakinn í Rjóðrinu – Verður sendur úr landi í dag

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. september 2024 07:44

Yazan Tamimi. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn, verður sendur úr landi ásamt fjölskyldu sinni í dag til Spánar.

Mbl.is greindi frá því í nótt og hafði eftir Alberti Lúðvígssyni, lögmanni fjölskyldunnar, að Yazan hafi verið vakinn þar sem lá sofandi í Rjóðrinu, hjúkunar- og endurhæfingardeild Landspítalans fyrir langveik börn, þar sem til stendur að senda hann úr landi.

Talsvert hefur verið fjallað um mál Yazans að undanförnu og yfirvofandi brottvísun. No Borders Iceland sögðu frá því í yfirlýsingu í ágústmánuði að lífslíkur þeirra sem ekki fá meðferð við sjúkdómnum sé um 19 ár og það eitt að vera fluttur upp í flugvél geti orðið honum að bana.

Í samtali við mbl.is segir Albert að hann hafi frétt að brottvísuninni um miðnætti þegar starfsfólk spítalans hafði samband við réttindagæslumann fatlaðra og tilkynnti honum að lögreglu hefði komið og sótt drenginn á spítalann.

Albert er ómyrkur í máli og segir að um harðneskjulega framkvæmd sé að ræða og forkastanleg vinnubrögð. Engin nauðsyn kalli á þessar aðgerðir af hálfu lögreglu.

Liðsmenn No Borders Iceland komu sér fyrir á Keflavíkurflugvelli í morgun til að mótmæla yfirvofandi brottflutningi Yazans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld