fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Yazan litli vakinn í Rjóðrinu – Verður sendur úr landi í dag

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. september 2024 07:44

Yazan Tamimi. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn, verður sendur úr landi ásamt fjölskyldu sinni í dag til Spánar.

Mbl.is greindi frá því í nótt og hafði eftir Alberti Lúðvígssyni, lögmanni fjölskyldunnar, að Yazan hafi verið vakinn þar sem lá sofandi í Rjóðrinu, hjúkunar- og endurhæfingardeild Landspítalans fyrir langveik börn, þar sem til stendur að senda hann úr landi.

Talsvert hefur verið fjallað um mál Yazans að undanförnu og yfirvofandi brottvísun. No Borders Iceland sögðu frá því í yfirlýsingu í ágústmánuði að lífslíkur þeirra sem ekki fá meðferð við sjúkdómnum sé um 19 ár og það eitt að vera fluttur upp í flugvél geti orðið honum að bana.

Í samtali við mbl.is segir Albert að hann hafi frétt að brottvísuninni um miðnætti þegar starfsfólk spítalans hafði samband við réttindagæslumann fatlaðra og tilkynnti honum að lögreglu hefði komið og sótt drenginn á spítalann.

Albert er ómyrkur í máli og segir að um harðneskjulega framkvæmd sé að ræða og forkastanleg vinnubrögð. Engin nauðsyn kalli á þessar aðgerðir af hálfu lögreglu.

Liðsmenn No Borders Iceland komu sér fyrir á Keflavíkurflugvelli í morgun til að mótmæla yfirvofandi brottflutningi Yazans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“