fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Svona verður veðrið á Gleðigöngunni á morgun

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 09:45

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í ágætisveður á höfuðborgarsvæðinu á morgun þegar Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, fer fram.

Ef marka má sjálfvirkt spákort Veðurstofu Íslands verður léttskýjað og 13 stiga hiti í Reykjavík klukkan 14 á morgun þegar gangan hefst.

Gengið verður af stað frá Hallgrímskirkju og eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi.

Gangan endar svo við gatnamót Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar en atriði halda svo áfram inn Sóleyjargötu og inn í Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar fara fram.

„Hægviðri eða hafgola á morgun, skýjað með köflum og þurrt að kalla, en skúrir síðdegis inn til landsins. Hlýnar fyrir norðan, en hiti breytist lítið syðra,“ segir í textaspánni fyrir allt landið á vef Veðurstofunnar.

Og í textaspánni fyrir höfuðborgarsvæðið sem gildir til miðnættis annað kvöld segir: „Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum. Hiti 9 til 15 stig.“

Þetta er nú ekki slæmt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur