fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Rússar segjast hafa eyðilagt úkraínskar herflugvélar – Úkraínumenn segjast hafa platað þá upp úr skónum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. júlí 2024 04:10

Þessa mynd birti úkraínski flugherinn með tilkynningu sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn birti rússneska varnarmálaráðuneytið myndir á Telegram sem sýndu að sögn úkraínskar MiG-29 orustuþotur sem höfðu verið eyðilagðar á Dovhyntseve-flugvellinum. Sögðust Rússar hafa skotið Iskander flugskeytum á völlinn og náð að eyðileggja vélarnar.

Úkraínski herinn svaraði þessari tilkynningu Rússanna og sagði að myndirnar sýni ekki raunverulegar flugvélar heldur eftirlíkingar sem voru notaðar til að blekkja Rússa og það sama eigi við um loftvarnarkerfin sem Rússar töldu sig hafa eyðilagt á flugvellinum, þau hafi einnig verið eftirlíkingar.

Mykola Oleshchuck, foringi í úkraínska flughernum, sagði að eftirlíkingar af flugvélum hafi verið settar upp á flugvöllum nærri Kryvyi Rih í miðhluta landsins og nærri Odesa við Svartahafið. Með þessu hafi flugherinn leikið passífan varnarleik sem varð til þess að Rússar notuðu nokkur Iskander flugskeyti til að granda eftirlíkingum af orustuþotum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“