fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Rússar segjast hafa eyðilagt úkraínskar herflugvélar – Úkraínumenn segjast hafa platað þá upp úr skónum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. júlí 2024 04:10

Þessa mynd birti úkraínski flugherinn með tilkynningu sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn birti rússneska varnarmálaráðuneytið myndir á Telegram sem sýndu að sögn úkraínskar MiG-29 orustuþotur sem höfðu verið eyðilagðar á Dovhyntseve-flugvellinum. Sögðust Rússar hafa skotið Iskander flugskeytum á völlinn og náð að eyðileggja vélarnar.

Úkraínski herinn svaraði þessari tilkynningu Rússanna og sagði að myndirnar sýni ekki raunverulegar flugvélar heldur eftirlíkingar sem voru notaðar til að blekkja Rússa og það sama eigi við um loftvarnarkerfin sem Rússar töldu sig hafa eyðilagt á flugvellinum, þau hafi einnig verið eftirlíkingar.

Mykola Oleshchuck, foringi í úkraínska flughernum, sagði að eftirlíkingar af flugvélum hafi verið settar upp á flugvöllum nærri Kryvyi Rih í miðhluta landsins og nærri Odesa við Svartahafið. Með þessu hafi flugherinn leikið passífan varnarleik sem varð til þess að Rússar notuðu nokkur Iskander flugskeyti til að granda eftirlíkingum af orustuþotum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins