fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Vill að ráðherra veiti bönkunum tiltal fyrir að setja ensku í öndvegi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega birtu Arion banki og Íslandsbanki uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins. RÚV vekur athygli á því að uppgjörin eru á ensku en úrdráttur úr þeim var birtur á íslensku.

Í svörum bankanna við fyrirspurn RÚV kemur fram að fjármögnun og hluthafahópur þeirra sé að hluta til erlendis frá. Mikil vinna fylgi því að láta þýða reikningana og hætta sé á misræmi.

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, er afar ósáttur við þessa afstöðu bankanna. Í ummælum við færslu um málið á Facebook, í hópnum Málspjall, leggur hann til að Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, veiti bönkunum tiltal:

„Þetta er óþolandi. „Í svari Arion banka segir meðal annars að því fylgi mikil vinna að gefa út árshlutareikninga bæði á íslensku og ensku.“ „Mikil vinna“ merkir hér væntanlega ‘mikill kostnaður’ en í ljósi þess að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi var 5,5 milljarðar er þetta hlægileg viðbára. Ríkissjóður Íslands á 42,5% í Íslandsbanka og í fréttinni kemur fram að íslenskir aðilar eigi hátt í 90% hlutafjár í báðum bönkum. Ég treysti því að Lilja D. Alfredsdottir menningar- og viðskiptaráðherra veiti bönkunum tiltal.“

Lilja Alfreðsdóttir hefur svarað þessari brýningu Eiríks og segist vera komin í málið. „Takk fyrir aðhaldið og hvatninguna,“ segir hún ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm