fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Veðurstofan segir auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 12:04

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan hefur sent frá sér nýja tilkynningu um stöðu mála á Reykjanesskaga. Í tilkynningunni kemur fram að fjöldi skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni á dag fari hægt vaxandi. Samkvæmt líkanreikningum sé nægur þrýstingur búinn að byggjast upp í kerfinu til að koma af stað nýjum atburði á næstu dögum. GPS mælingar sýni að síðustu daga hafi hægt örlítið á landrisinu. Það samhliða jarðskjálftavirkni líkt og mældist í gær, séu vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos

Í gærmorgun hafi mælst aukin smáskjálftavirkni á Sundhnúkgígaröðinni. Virknin hafi staðið yfir í um 50 mínútur og séu að öllum líkindum merki um að þrýstingur sé að aukast í kerfinu. Síðustu viku hafi fjöldi skjálfta á dag farið hægt vaxandi.

Samkvæmt líkanreikningum sem gerðir hafi verið í tengslum við kvikusöfnunina sé nægur þrýstingur búinn að byggjast upp í kerfinu til að koma af stað nýjum atburði á Sundhnúksgígaröðinni.

GPS mælingar sýni að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisinu. Þegar sú þróun í landrisi fari saman við jarðskjálftavirkni líkt og mældist á Sundhnúksgígaröðinni í gær, séu það vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Því séu auknar líkur á að það dragi til tíðinda á næstu 7 – 10 dögum.

Tvær sviðsmyndir

Veðurstofan segir tvær sviðsmyndir líklegastar ef til eldgoss kemur og eru þær báðar taldar álíka líklegar. Þær eru eftirfarandi:

Sviðsmynd 1 – Eldgos með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks

Svipuð staðsetning og eldgos sem hófust 18. desember 2023, 8. febrúar, 16. mars og 29. maí 2024.

  • Líklegur aðdragandi er staðbundin smáskjálftahrina milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells, hröðun í aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum á svæðinu.
  • Mjög stuttur fyrirvari (innan við 30 mínútur).
  • Hraun gæti náð að Grindavíkurvegi við Þorbjörn á innan við 1,5 klukkustundum og á innan við 3 klukkustundum að Grindavíkurvegi við Svartsengi utan varnargarða.

Sviðsmynd 2  – Eldgos með upptök sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli

Svipuð staðsetning og eldgos sem hófst 14. janúar 2024.

  • Líklegur aðdragandi er smáskjálftahrina sem byrjar nærri Stóra-Skógfelli eða Sýlingarfelli og færist suður, hröðun í aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum á svæðinu.
  • Líklega yrði fyrirvari eldgoss á þessu svæði lengri en í sviðsmynd 1, en óvíst hversu mikið. Lengri fyrirvari ræðst af því hversu langt til suðurs kvikan brýtur sér leið áður en hún leitar upp á yfirborðið.
  • Hraun gæti náð að Nesvegi og Suðurstrandavegi á innan við 1,5 klukkustund. Hraunflæði gæti mögulega lokað flóttaleiðum á landi út úr Grindavík á um 6 klukkustundum.
  • Í þessari sviðsmynd gæti hraun náð til sjávar austan Grindavíkur á 1,5 til 3 klukkustundum. Ef hraun næði til sjávar gæti það valdið staðbundinni hættu vegna snöggrar kælingar á hrauni. Í fyrstu væri hætta vegna gjósku og gasmyndunar, fyrst og fremst saltsýru (HCI). Í um 500 m radíus frá þeim stað þar sem hraun kæmist í snertingu við sjó, væru aðstæður lífshættulegar.
  • Kvikugangur sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík.
  • Í þessari sviðsmynd þarf að gera ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan Grindavíkur. Einn möguleikinn er sá að hraun sem kemur upp úr gosopi norðan varnargarða við Grindavík geti flætt ofan sprungur og komið svo aftur upp um opnar sprungur innan bæjarmarkanna.
  • Ekki er hægt að útiloka möguleika að gossprunga opnist innan Grindavíkur en í því tilfelli er talið líklegast að gossprunga myndi fyrst opnast norðan við bæinn áður en sprunga opnist innan bæjarmarkanna. Líkur á gosopnun innan Grindavíkur eru metnar „töluverðar“ í núverandi hættumati.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós