fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Árásin á Yönu og fjölskyldu hennar – Emmanuel gekkst undir langa aðgerð í gær

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. júlí 2024 09:14

Yana og Emmanuel. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yana Sana, kona með íslenskan ríkisborgararétt sem bjó á Íslandi árum saman, varð í vikunni fyrir hrottalegri árás á veitingastað á Krít í Grikklandi ásamt fjölskyldu sinni, eiginmanninum Emmanuel Kakoulakis, sem er grísk-kanadískur að þjóðerni, og þremur börnum hennar, tveimur piltum og einni stúlku. Hrottafengin og tilefnislaus árás hóps ómenna á fjölskylduna hefur vakið mikinn óhug.

DV ræddi málið við Yönu í vikunni og son hennar Thomas, sem hlaut töluverða en þó ekki hættulega áverka í árásinni. Thomas er að hluta til alinn upp á Íslandi og talar íslensku, en býr núna í Danmörku.

Sjá einnig: Yana og fjölskylda hennar urðu fyrir hrottalegri árás á Krít – „Ástand hans er alvarlegt og við biðjum öll fyrir honum“

Emmanuel gekkst undir sex klukkustunda langa aðgerð á sjúkrahúsi á Grikklandi á föstudag. Samkvæmt heimildum frá Yönu og Thomas gekk aðgerðin vel. „Aðgerðin gekk vel, hann er að hvíla sig núna og getur ekki talað næstu 3-5 daga,“ sagði Thomas við blaðamann DV í gær.

Áður hefur komið fram í grískum fjölmiðlum að einn árásarmaður hafi verið handtekinn. Aðspurður segir Thomas að hinir árásarmennirnir séu enn á flótta og ekki hafi fleiri verið handteknir.

Yana segir í samtali við DV að hún hafi engar frekari upplýsingar um árásarmennina enda hafi hugur hennar verið hjá Emmanuel og bata hans. „Guði sé lof þá gekk aðgerðin vel. Hún tók sex tíma og læknarnir unnu frábært starf. Þeir púsluðu andlitinu á honum aftur saman, ótrúlegir læknar! Hann er núna í bataferli sem mun að sjálfsögðu taka tíma, en við látum sjúkrahúsið ráða ferðinni. Við munum dveljast hér eitthvað áfram.“

Yana segir að fjölskyldan muni höfða miskabótamál vegna árásarinnar og hafa þau ráðið til þess lögmann. Þau þakka fyrir batakveðjur sem þau hafa fengið frá Íslandi og lýsa yfir ánægju með umfjöllun fjölmiðla um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill