fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 19. júlí 2024 10:30

Tómas spyr hvað Lögreglan á Suðurlandi sé að fela með því að neita að afhenda bréfið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Ingvason, faðir fangans Ingva Hrafns Tómassonar sem tók eigið líf á Litla Hrauni, fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonar síns. Umboðsmaður Alþingis hefur krafið Lögregluna á Suðurlandi um skýringar á þessu.

Mannlíf greinir frá þessu.

Tómas krafðist þess að fá bréfið afhent en Lögreglan á Suðurlandi sendi honum aðeins textabút úr því. Þá sendi Tómas kvörtun til Umboðsmanns sem hefur nú skipað lögreglunni að skýra ákvörðun sína um að neita Tómasi að fá bréfið. Einnig að lögreglan hafi til 12. ágúst í síðasta lagi til að afhenda Tómasi bréfið.

Í viðtali við Mannlíf segist Tómas ekki vita hvað lögreglan sé að fela fyrir honum. Hann fagnar því að Umboðsmaður sé að beita sér í málinu.

Vill allt upp á borð

Ingvi Hrafn, sem var 32 ára gamall, lést í byrjun maí mánaðar. Hann hafði afplánað stóran hluta af fangelsisdómi sínum og var kominn inn á áfangaheimilið Vernd. En var síðan handtekinn af sérsveitinni á Vernd vegna kæru og settur aftur inn á Litla Hraun.

Sjá einnig:

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas er búinn að vera mjög áberandi í fjölmiðlum síðan þá og hefur þrýst á fangelsisyfirvöld að skýra allt í sambandi við andlátið. Tómas hefur sagt að mörgum alvarlegum spurningum sé ósvarað varðandi andlátið, meðal annars hvers vegna svo mikilli hörku var beitt við handtökuna á Vernd. Sonur sinn hafi grátbeðið um hjálp en sagt að hann fengi ekki sálgæslu fyrr en eftir helgina sem hann var handtekinn. Það hafi verið of seint því að Ingvi Hrafn tók eigið líf. Ingvi Hrafn glímdi við andlega erfiðleika.

Í viðtali við DV skömmu eftir andlátið sagði Tómas, sem býr í Noregi og hefur misst tvo syni í sjálfsvígum, hafa vitað að þessi handtaka sérsveitarinnar var syni sínum mikið áfall. Hefur Tómas beint spjótum sínum að bæði Fangelsismálayfirvöldum og ríkisstjórn í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi