fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. júlí 2024 17:30

Ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar og Áslaugar Örnu flytjast í glæsihýsið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um sextíu prósent starfsmanna utanríkisráðuneytisins hefur flust í glæsihýsi við Austurhöfn sem íslenska ríkið keypti fyrir sex milljarða af Landsbankanum í september árið 2022. Tvö ráðuneyti verða starfrækt í húsnæðinu, sem er 6 þúsund fermetrar að stærð, en háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem áður hafði afdrep í húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytsins, hefur þegar flutt inn í húsnæðið.

Hætt við sýningarrými listasafnsins

Í svari frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að húsnæðið sé þó enn á framkvæmdarstigi og ekki sé fyrirséð hvenær allt húsnæðið verður afhent til notkunar, mögulega verði það síðla hausts.

Þá kemur fram að ekki liggi fyrir heildarkostnaður við flutninginn verði en horfið hefur verið frá því að hluti húsnæðisins verði nýttur sem sýningarrými Listasafn Íslands. „Skrifstofuhúsnæði er afhent innréttað, fullfrágengið, í samræmi við kaupsamning sem fjármálaráðuneyti gerði f.h. ríkisins við Landsbankann 29. september 2022. Þar er jafnframt gert ráð fyrir breytingum í því skyni að laga húsnæðið að notkun þeirra tveggja ráðuneyta sem í því verða. Ekki liggur fyrir hver endanlegur kostnaður verður við breytingarnar, enda var hluti húsnæðisins ekki hannaður sem skrifstofuhúsnæði heldur upphaflega áætlaður sem sýningarrými Listasafns Íslands, það er að segja áður en ákveðið var að tvö ráðuneyti yrðu starfrækt í húsinu,“ segir í svari ráðuneytisins en fundið verður annað hentugt húsnæði fyrir safnið.

Umdeild kaup á rándýru húsnæði

Kaup ríkisins á húsnæðinu glæsilega voru afar umdeild og þótti mörgum að um væri að ræða sóun á skattfé að kaupa svo dýrt húsnæði. Kaupin voru hins vegar réttlætt með því að með þessum hætti væri hægt að sameina starfsemi utanríkisráðuneytisins undir einu þaki en starfsemi þess hefur verið í tveimur byggingum við Rauðarárstíg 25 og Rauðarárstíg 27. Fyrrnefnda húsið, sem eru rúmir 2.800 fermetrar að stærð, er í eigu ríkissjóðs en hið síðarnefnda er í eigu Eik fasteignafélags hf. og leigði ráðuneytið þar afdrep fyrir um 6,5 milljónir króna á mánuði.

Ekki liggur fyrir hvaða starfsemi mun flytjast í Rauðarárstíg 25 eða hvort að húsnæðið verði selt. Það er undir Framkvæmdasýslus ríkisins komið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Í gær

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Í gær

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Í gær

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa