fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. júlí 2024 17:30

Ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar og Áslaugar Örnu flytjast í glæsihýsið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um sextíu prósent starfsmanna utanríkisráðuneytisins hefur flust í glæsihýsi við Austurhöfn sem íslenska ríkið keypti fyrir sex milljarða af Landsbankanum í september árið 2022. Tvö ráðuneyti verða starfrækt í húsnæðinu, sem er 6 þúsund fermetrar að stærð, en háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem áður hafði afdrep í húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytsins, hefur þegar flutt inn í húsnæðið.

Hætt við sýningarrými listasafnsins

Í svari frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að húsnæðið sé þó enn á framkvæmdarstigi og ekki sé fyrirséð hvenær allt húsnæðið verður afhent til notkunar, mögulega verði það síðla hausts.

Þá kemur fram að ekki liggi fyrir heildarkostnaður við flutninginn verði en horfið hefur verið frá því að hluti húsnæðisins verði nýttur sem sýningarrými Listasafn Íslands. „Skrifstofuhúsnæði er afhent innréttað, fullfrágengið, í samræmi við kaupsamning sem fjármálaráðuneyti gerði f.h. ríkisins við Landsbankann 29. september 2022. Þar er jafnframt gert ráð fyrir breytingum í því skyni að laga húsnæðið að notkun þeirra tveggja ráðuneyta sem í því verða. Ekki liggur fyrir hver endanlegur kostnaður verður við breytingarnar, enda var hluti húsnæðisins ekki hannaður sem skrifstofuhúsnæði heldur upphaflega áætlaður sem sýningarrými Listasafns Íslands, það er að segja áður en ákveðið var að tvö ráðuneyti yrðu starfrækt í húsinu,“ segir í svari ráðuneytisins en fundið verður annað hentugt húsnæði fyrir safnið.

Umdeild kaup á rándýru húsnæði

Kaup ríkisins á húsnæðinu glæsilega voru afar umdeild og þótti mörgum að um væri að ræða sóun á skattfé að kaupa svo dýrt húsnæði. Kaupin voru hins vegar réttlætt með því að með þessum hætti væri hægt að sameina starfsemi utanríkisráðuneytisins undir einu þaki en starfsemi þess hefur verið í tveimur byggingum við Rauðarárstíg 25 og Rauðarárstíg 27. Fyrrnefnda húsið, sem eru rúmir 2.800 fermetrar að stærð, er í eigu ríkissjóðs en hið síðarnefnda er í eigu Eik fasteignafélags hf. og leigði ráðuneytið þar afdrep fyrir um 6,5 milljónir króna á mánuði.

Ekki liggur fyrir hvaða starfsemi mun flytjast í Rauðarárstíg 25 eða hvort að húsnæðið verði selt. Það er undir Framkvæmdasýslus ríkisins komið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“