fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2024 16:30

Donald Trump Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari hefur vísað frá máli gegn Donald Trump sem snerist um stuld hans á leynilegum skjölum frá forsetatíð hans. Úrskurðurinn kemur á óvart en málið var talið geta haft veruleg áhrif á þá vegferð Trump að hrifsa til sín forsetaembættið að nýju vestra.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Á laugardaginn lifði hann með naumindum af banatilræði og í dag var málið óþægilega látið niðurfalla. Það gerist á sama tíma og landsþing Repúblikana hefst en fastlega er búist við því að Trump opinberi hvern hann hyggst tilefna sem varaforsetaefni sitt.

Trump skipaði sjálfur dómarann í embætti

Það var alríkisdómarinn Aileen Cannon sem kvað upp úrskurðinn en árið 2020 skipaði Trump sjálfur hana í embætti dómara. Byggðist úrskurður hennar á því að bandaríska dómsmálaráðuneytið hefði ekki haft heimild í lögum til þess að tilnefna Jack Smith, sem sérstakan rannsakanda málsins, og heimila honum að ákæra Trump fyrir hin meintu brot.

Hefur úrskurðurinn vakið talsverða furðu en áður hefur verið reynt á þessa heimild ráðuneyta til þess að tilefna sérstaka rannsakendur og hefur niðurstaðan þá verið sú að það væri samkvæmt lögum.

Búist er við því að úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstarétts Bandaríkjanna.

Eins og áður segir snerist málið um leyniskjöl sem Trump tók með sér þegar valdatíð hans í Hvíta húsinu lauk og flutt þau á heimili sitt í Flórída. Er forsetinn fyrrverandi sakaður um að hafa brotið lög um varðveislu ríkisleyndarmáli með þeim gjörðum sínum og hvort að hann hafi reynt að hindra alríkisstjórnina í að endurheimta skjölin.

Frægt varð með endemum þegar alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump í Flórída en þá hafði hann virt að vettugi tilraunir ríkisskjalasafns Bandaríkjanna til að endurheimta skjölin.

 

 

Aileen Cannon

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“