fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2024 19:49

J.D. Vance varaforsetaefni Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldungadeildarþingmaðurinn  J.D. Vance, sem situr á þingi fyrir Ohio-ríki.  verður varaforsetaefni Donalds Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkanaflokksins, í forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust.

Trump greindi frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlinum Truth Social nú fyrir stundu en landsþing Repúblíkanaflokksins hófst í dag.

Vance er 39 ára gamall og var harður gagnrýnandi Trumps í forsetaframboði hans árið 2016. Fjórum árum seinna hafði hann hins vegar breytt um kúrs og studdi Trump með ráðum og dáð. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 2022, eftir að Trump hafði lýst yfir stuðningi við hann.

Vance er með gráðu í lögfræði frá Yale-háskóla en fór þaðan út í viðskiptalífið þar sem hann efnaðist á fjárfestingum. Þá er hann er einnig metsölurithöfundur. Hann skrifaði endurminningabókin Hillbilly Elegy sem endaði sem Netflix-mynd í leikstjórn Ron Howard.

Ákvörðun Trumps virðist við fyrstu sýn nokkuð klók en hann treystir á að Vance muni afla fylgis í Miðvesturríkjum eins og Pennsylvania, Michigan og Wisconsin þar sem búist er við að mjótt verði á mununum.

Vance er giftur en hann og eiginkona hans, Usha Chilukuri Vance, gengu í það heilaga árið 2014. Þau kynntust á háskólaárum sínum og eiga þrjú börn saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum