fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Blæddi úr Trump eftir skotárás á kosningafundi – Skotmaðurinn sagður látinn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. júlí 2024 23:33

Trump var fluttur á sjúkrahús eftir árásina Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir skotárás á kosningafundi í Butlet í Pennsylvaníu-fylki í Bandaríkjunum í kvöld. Ekki liggur fyrir hvers konar vopn var notað í árásinni.

Í myndskeiði af atvikinu má sjá Trump falla til jarðar eftir háværa hvelli en lífverðir hans brugðust fljótt við og umkringdu forsetaframbjóðandann.

Trump virðist hins vegar jafna sig fljótt, hann reis á fætur, umkringdur lífvörður og rak síðan hnefann á loft til stuðningsmanna sinna sem fögnuðu honum ákaft. Lífverðir hans hröðuðu honum sínum af sviðinu og var hann fluttur í skyndi af svæðinu og á sjúkrahús.

Sjá mátti að það blæddi úr hægra eyra Trumps en fyrstu fregnir herma að frambjóðandinn muni ná sér að fullu.

Samkvæmt frétt Skynews er skotmaðurinn sagður látinn sem og áhorfandi á fundinum. Þá er annar áhorfandi sagður vera alvarlega særður.

Fréttin verður uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs