fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Svona getur loftslagið verið í Reykjavík og á Akureyri árið 2080 – Gagnvirkt kort

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 04:05

Skjáskot af kortinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt gagnvirkt kort sýnir notendum hvernig loftslagið í bæjum og borgum getur orðið árið 2080. Hægt er að skoða framtíðarloftslagið í 40.000 bæjum og borgum um allan heim.

Það er University of Maryland sem gerði kortið og geta allir notað það. Hér er hægt að skoða það.

Maður slær einfaldlega inn nafn borgarinnar eða bæjarins og upp kemur spá um hvernig loftslagið getur orðið og er þá miðað við áhrif loftslagsbreytinganna. Þetta framtíðarloftslag er síðan borið saman við borgir og bæi sem búa við svipað loftslag núna.

Ef framtíðarloftslag Reykjavíkur er skoðað sést að meðalhitinn að sumri til verði 3,5 stigum hærri en nú er og að úrkoman verði 4,1% meiri. Meðalhitinn að vetri til verður 3,8 stigum hærri en nú er og úrkoman 6,8% minni. Mun þetta framtíðarloftslag minna á það sem er nú í Kippen í Skotlandi.

Ef framtíðarloftslagið á Akureyri er skoðað kemur í ljós að meðalhitinn á sumrin verður 3,1 stigum hærri en nú er og úrkoman verður 26,1% meiri. Á veturna verður meðalhitinn 3,9 stigum hærri en nú er og úrkoman 22,6% meiri. Framtíðarloftslagið á Akureyri mun líkjast því sem nú er í Borgarnesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“