fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Ótrúlegar myndir frá Akureyri – „Þetta er viðbjóður“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2024 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er viðbjóður, það er kominn 5. júní en ekki 5. janúar,“ sagði ungur Akureyringur í samtali við DV í morgun.

Afar óvenjulegt veður hefur verið á landinu síðustu daga og vöknuðu íbúar á Akureyri upp við snjókomu og alhvíta jörð í morgun – þann 5. júní!

Appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða vegna fram á nótt vegna hríðarveðurs með tilheyrandi roki, rigningu, slyddu og jafnvel snjókomu. Á vef Veðurstofu Íslands segir til dæmis að íbúar á Norðurlandi eystra geti átt von á eftirfarandi:

„Norðvestan 13-20 m/s. Rigning eða slydda nærri sjávarmáli, annars snjókoma. Talsverð úrkoma með köflum. Lausamunir geta fokið. Ferðalög geta verið varasöm, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Snjór getur sest á vegi, einkum fjallvegi, með erfiðum akstursskilyrðum eða jafnvel ófærð. Huga þarf að því að koma búfénaði í skjól. Mikill kuldi og vosbúð fyrir útivistarfólk.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi