fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Hólmfríður: „Þetta er ekki dagur sem ég mun gleyma í bráð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2024 07:35

Morgunblaðið. Mynd: Press.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Menn gerðu sér snemma grein fyr­ir því að staðan væri al­var­leg,“ segir Hólmfríður María Ragnhildardóttir, fréttastjóri á Morgunblaðinu, í frétt mbl.is í morgun.

Netárás var gerð á Morgunblaðið í gær með þeim afleiðingum að mikið magn gagna var tekið í gíslingu. Lá fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, niðri frá klukkan 17 í gær til klukkan 20 og þá var ekki hægt að vinna í ritstjórnarkerfi Morgunblaðsins og útsendingar K100 lágu niðri.

„Öll gögn voru í reynd tek­in og dul­kóðuð, bæði af­rit og gögn sem unnið er með dags dag­lega. Það á við um öll tölvu­kerfi Árvak­urs,“ seg­ir Úlfar Ragn­ars­son, for­stöðumaður upp­lýs­inga­tækni­sviðs Árvak­urs, í frétt mbl.is og segir hann að staðan sé grafalvarleg og eiginlega eins slæm og hún getur orðið.

Rússneskur hópur hakkara, sem kallar sig Akira, er sagður standa á bak við árásina en talið er hann hafi einnig verið á bak við árásir á tölvukerfi Háskólans í Reykjavík og tölvukerfi bílaumboðsins Brimborgar.

Hólmfríður var í vinnu í gær þegar hún fór að taka eftir hökti í tölvukerfinu upp úr hádegi. Þegar hún hafði samband við tölvudeildina voru menn nýbúnir að gera sér grein fyrir því að um netárás væri að ræða.

„Alla jafna er fá­mennt hér í Há­deg­is­mó­um á sunnu­dög­um en nú var húsið allt í einu fullt af fólki. Menn gerðu sér snemma grein fyr­ir því að staðan væri al­var­leg,“ segir Hólmfríður en blaðamenn héldu áfram vinnu sinni utan kerfis ef úr rættist. „Þetta er ekki dagur sem ég mun gleyma í bráð,“ segir hún við mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast