fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Blóðugt uppgjör tveggja manna á Akranesi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. júní 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiftarleg átök milli tveggja manna við Esjuvelli á Akranesi árið 2022 leiddu til þess að þeir voru báðir ákærðir fyrir líkamsárás, hvor gegn öðrum.

Atvikið átti sér við strætóbiðstöð við Esjuvelli á Akranesi þann 30. mars 2022. Annar maðurinn réðst á hinn og sló hann ítrekað í höfuðið og bringu með þeim afleiðingum að hann hlaut 1 cm skurð á hnakka og 3 cm skurð á vinstra eyra. Auk þess hlaut hann bakverk af árásinni.

Sá sem varð fyrir árásinni hér að ofan svaraði með því að ráðast að árásarmanninum með rúmlega 300 gramma steypuklumpi og sló hann ítrekað í  höfuðið með honum. Fékk hinn maðurinn af þessu tannbrot og skurði og skrámur á höfuðið.

Brotaþolinn réðst fyrst á hann

Ákveðið var að aðskilja mál mannanna fyrir dómi og var því annar fyrir dómi sem sakborningur í því máli sem hér um ræðir en hinn var skilgreindur sem brotaþoli. Var réttað yfir manninum sem hafði barið hinn með steypuklumpi. Aðdragandinn að árásinni var sá að brotaþoli mætti á vettvang að Esjuvöllum til að gera upp ágreiningsmál á milli þeirra tveggja. Talið er að brotaþolinn hafi ráðist á hinn ákærða að fyrra bragði, en það er þó ekki fullsannað. Talið er að hann hafi lagt til hans með lyklakippu og ákærði svaraði með fyrrgreindum hætti, þ.e. að taka upp steypuklump og berja hann með honum.

Sannað þótti að ákærði hefði framið árásina með steypuklumpinum en hann neitaði sök og bar fyrir sig neyðarvörn. Sagði hann einkennilegt að vera sakaður um árás þegar ráðist hefði verið á hann sjálfan.

Dómari kannaði forsendur þess að sýkna manninn á grundvelli neyðarvarnar en taldi að honum hefði ekki stafað slík ógn af brotaþola að hann þyrfti að grípa til þessara úrræða.

Niðurstaðan var sú hann var sakfelldur fyrir líkamsárás en fékk vægan dóm, þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“