fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Ferðamenn í vandræðum með sögulega hitabylgju á Grikklandi – Fimm týndir eftir að sjónvarpslæknirinn heimsfrægi lést

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2024 07:17

Hvarf breska læknisins Michael Mosley á grísku eyjunni Symi vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum. Hann fannst látinn eftir umfangsmikla leit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ferðamenn hafa týnst á grískum eyjum eftir að sjónvarpslæknirinn heimsfrægi, Michael Mosley, lést á eyjunni Symi í byrjun júní. Talið er að Mosley hafi yfirbugast í göngu í gríðarlegum hita á eyjunni.

Tveir af þessum fimm ferðamönnum hafa þegar fundist látnir. Fyrst fannst hollenskur ferðamaður látinn í gili á grísku eyjunni Samos og í kjölfarið var tilkynnt um andlát bandarísks ferðamanns á eyjunni Mathraki, nærri Corfu.

Þá stendur leit yfir af tveimum frönskum konum annars vegar og hins vegar Bandaríkjamanni á Hringeyjunum Sikinos og Amargos, skammt frá Aþenu. Talið er að öll þessi andlát og mannshvörf megi rekja til hitabylgju sem að riðið hefur yfir Grikkland undanfarið en hitinn hefur víða farið yfir 40 stig. Þykir það sögulegt að hitinn sé orðinn svo mikill í júní.

Ferðamönnum, sem eru óvanir miklum hita, er ráðlagt að fara varlega varðandi krefjandi gönguferðir eða hreyfingu í svo miklum hita.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Í gær

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur